BSRB og SNS funda hjá ríkissáttasemjara

Kjaraviðræður | 2. maí 2023

BSRB og SNS funda hjá ríkissáttasemjara

Fundur samningsaðila í kjaraviðræðum BSRB og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan hálftíu í morgun.

BSRB og SNS funda hjá ríkissáttasemjara

Kjaraviðræður | 2. maí 2023

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður …
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samsett mynd

Fundur samningsaðila í kjaraviðræðum BSRB og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan hálftíu í morgun.

Fundur samningsaðila í kjaraviðræðum BSRB og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan hálftíu í morgun.

Stutt er síðan tilkynnt var að rúmlega 90% félagsmanna BSRB í fjórum sveitarfélögum sem kjarasamningarnir snúa að hafi kosið með verkfallsaðgerðum.

Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, formaður BSRB, sagði í ávarpi sínu á Ing­ólf­s­torgi á alþjóðleg­um bar­áttu­degi verka­lýðsins í gær að það væri er fjar­stæðukennt að árið 2023 væru kjara­samn­ingsviðræður ell­efu aðild­ar­fé­laga BSRB og SNS í svo hörðum hnút að grípa þurfi til verk­falla til að knýja fram sömu laun fyr­ir sömu störf.

mbl.is