Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, átelur þau vinnubrögð sem höfð voru við kynningu skýrslu um áhrif byggðar og framkvæmda á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar, en hún var lögð fram í borgarráði sama dag og hún var tilbúin. Fengu borgarráðsmenn minnihlutans því ekkert ráðrúm til þess að kynna sér efni skýrslunnar og gera við hana athugasemdir.
Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, átelur þau vinnubrögð sem höfð voru við kynningu skýrslu um áhrif byggðar og framkvæmda á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar, en hún var lögð fram í borgarráði sama dag og hún var tilbúin. Fengu borgarráðsmenn minnihlutans því ekkert ráðrúm til þess að kynna sér efni skýrslunnar og gera við hana athugasemdir.
Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, átelur þau vinnubrögð sem höfð voru við kynningu skýrslu um áhrif byggðar og framkvæmda á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar, en hún var lögð fram í borgarráði sama dag og hún var tilbúin. Fengu borgarráðsmenn minnihlutans því ekkert ráðrúm til þess að kynna sér efni skýrslunnar og gera við hana athugasemdir.
Rætt er við Mörtu um málið í Morgunblaðinu í dag, en þar kemur fram að öðrum borgarfulltrúum en þeim sem sitja í borgarráði hafi enn ekki verið kynnt skýrslan. Hún átelur að borgarfulltrúar hafi hvorki fengið tækifæri til þess að kynna sér skýrsluna né gera við hana athugasemdir, en ekki þó síður kynningu hennar, sem hafi beinlínis verið villandi.
„Í skýrslunni er talað um að það þurfi að fara í rannsóknir, að vindafarið sé of mikið, að nothæfisstuðullinn muni minnka, að nýja hverfið hafi áhrif á rekstraröryggi, en það var ekkert gert með það.“
Marta telur óábyrgt að hefja byggingarframkvæmdir við svo búið og að það gangi gegn samkomulagi ríkis og borgar frá 2019 um að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í óbreyttri mynd og fullri notkun þar til annar flugvöllur verður tekinn í notkun.
Þetta segir Marta vera slæmt út af fyrir sig, en enn skrýtnara sé þó að þrátt fyrir þær athugasemdir, sem fram komi í skýrslunni og ekki gefist tími til þess að ræða, þá liggi fyrir tillaga til lokaafgreiðslu borgarstjórnar á fundi hennar í dag um breytingu á deiliskipulagi Skerjafjarðar.
„Þar á að fella út hjúkrunarheimili og setja í staðinn 80 íbúða blokk, auk þess sem aðrar byggingar verða stækkaðar. Þar er verið að auka byggingarmagnið og var það þó nóg fyrir, en jafnframt verið að fjölga um hátt í 300 íbúðir,“ segir Marta. „Þetta er gert þrátt fyrir að skýrslan segi með skýrum hætti að það gangi ekki að hefjast handa við uppbyggingu með óbreytt skipulag. Þvert á móti er gefið í til þess að auka byggingarmagnið áður en skýrslan verður tekin fyrir. Þetta er ótrúleg ósvífni og ólíðandi vinnubrögð.“