Nýr yfirkokkur á einum vinsælasta veitingastað Akureyrar

Innlend veitingahús | 2. maí 2023

Nýr yfirkokkur á einum vinsælasta veitingastað Akureyrar

Einn vinsælasti veitingastaðurinn á Akureyri, Rub23, hefur ráðið nýjan yfirkokk til starfa. Hann heitir Árni Þór Árnason og hóf störf á staðnum á frídegi verkalýðsins, 1. maí. Hann starfaði lengi sem yfirkokkur á Strikinu á Akureyri en hætti þar störfum í september í fyrra. Þá réð hann sig til starfa sem „Chef and catering manager“ í vinnubúðunum á Grenivík þar sem unnið er við hótelið Höfði Lodge. Árni er einn af forsprökkum Arctic Challenge, en AC eru félagssamtök gerð til þess að efla hugvit og ástríðu veitingamanna á Norðurlandi.

Nýr yfirkokkur á einum vinsælasta veitingastað Akureyrar

Innlend veitingahús | 2. maí 2023

RUB 23 á Akureyri nýtur mikilla vinsælda.
RUB 23 á Akureyri nýtur mikilla vinsælda.

Einn vinsælasti veitingastaðurinn á Akureyri, Rub23, hefur ráðið nýjan yfirkokk til starfa. Hann heitir Árni Þór Árnason og hóf störf á staðnum á frídegi verkalýðsins, 1. maí. Hann starfaði lengi sem yfirkokkur á Strikinu á Akureyri en hætti þar störfum í september í fyrra. Þá réð hann sig til starfa sem „Chef and catering manager“ í vinnubúðunum á Grenivík þar sem unnið er við hótelið Höfði Lodge. Árni er einn af forsprökkum Arctic Challenge, en AC eru félagssamtök gerð til þess að efla hugvit og ástríðu veitingamanna á Norðurlandi.

Einn vinsælasti veitingastaðurinn á Akureyri, Rub23, hefur ráðið nýjan yfirkokk til starfa. Hann heitir Árni Þór Árnason og hóf störf á staðnum á frídegi verkalýðsins, 1. maí. Hann starfaði lengi sem yfirkokkur á Strikinu á Akureyri en hætti þar störfum í september í fyrra. Þá réð hann sig til starfa sem „Chef and catering manager“ í vinnubúðunum á Grenivík þar sem unnið er við hótelið Höfði Lodge. Árni er einn af forsprökkum Arctic Challenge, en AC eru félagssamtök gerð til þess að efla hugvit og ástríðu veitingamanna á Norðurlandi.

„Rub23 er alltaf Rub23 og er búið að skapa sér nafn og concept eins og fólk þekkir. Það verða ekki miklar breytingar til að byrja með svona fyrir sumarið, heldur smyrja vélina bara og fara yfir hlutina. Svo með haustinu fara kannski að sjást einhverjar breytingar, nýir réttir og vonandi eitthvað meira spennandi,“ sagði Árni í samtali við Veitingageirann. 

Rub23 var opnaður í júní 2008 og hefur notið mikilla vinsælda. Hann er til dæmis fastur punktur hjá ferðamönnum sem heimsækja Akureyrarbæ allan ársins hring. Einar Geirsson matreiðslumeistari rekur Rub23. 

mbl.is