Camilla Rut kaupir sig inn í íslenskt fatamerki

Fatastíllinn | 3. maí 2023

Camilla Rut kaupir sig inn í íslenskt fatamerki

Camilla Rut Rúnarsdóttir, sem er þekktur áhrifavaldur, hefur keypt sig inn í kvenfatamerkið MTK. MTK eða MuffinTopKiller er íslensktfyrirtæki sem hefur hannað og framleitt vinsælar fatalínur undir merkjum MTK / MuffinTopKiller® síðan 2012. Theodóra Elísabet Smáradóttir stofnaði fatamerkið 2012 og hefur merkið notið mikilla vinsælda.

Camilla Rut kaupir sig inn í íslenskt fatamerki

Fatastíllinn | 3. maí 2023

Camilla Rut Rúnarsdóttir hefur keypt sig inn í MTK, sem …
Camilla Rut Rúnarsdóttir hefur keypt sig inn í MTK, sem er íslenskt fatamerki.

Camilla Rut Rúnarsdóttir, sem er þekktur áhrifavaldur, hefur keypt sig inn í kvenfatamerkið MTK. MTK eða MuffinTopKiller er íslensktfyrirtæki sem hefur hannað og framleitt vinsælar fatalínur undir merkjum MTK / MuffinTopKiller® síðan 2012. Theodóra Elísabet Smáradóttir stofnaði fatamerkið 2012 og hefur merkið notið mikilla vinsælda.

Camilla Rut Rúnarsdóttir, sem er þekktur áhrifavaldur, hefur keypt sig inn í kvenfatamerkið MTK. MTK eða MuffinTopKiller er íslensktfyrirtæki sem hefur hannað og framleitt vinsælar fatalínur undir merkjum MTK / MuffinTopKiller® síðan 2012. Theodóra Elísabet Smáradóttir stofnaði fatamerkið 2012 og hefur merkið notið mikilla vinsælda.

Áhersla MTK frá upphafi hefur verið að hanna og framleiða fatnað fyrir konur. Aðhald, þægindi og falleg hönnun sem styður við góða líkamsímynd og þægindi innan klæða sem utan er sérstaða MTK.

„Ég kynntist MTK þarna fljótlega eftir að Theodóra opnar verslunina á sínum tíma. Ég var alltaf í vandræðum með að finna fatnað sem hentaði mér. Mér leið oft ekki nógu vel í þeim fatnaði sem var í boði, síðan tala ég nú ekki um eftir að ég varð mamma með allar þær líkamlegu breytingar sem fylgja því að ganga með börn,“ segir Camilla Rut. 

Camilla Rut gaf sjálf út sína eigin fatalínu Camy Collections snemma árs í fyrra sem fékk vægast sagt góðar viðtökur hjá íslensku kvennþjóðinni.

„Í raun hefur þetta alltaf verið draumur minn að vera með rekstur í kringum það að vera skapandi og búa til föt sem efla konur og hjálpar þeim að líða vel í hversdagsleika sínum. Núna er Camy Collections komið af stað, kominn tími á að víkka sjóndeildarhringinn og halda áfram að stefna að því sem mig hefur alltaf langað að gera. Þar kemur MTK inn en þetta eru vörur sem ég hef sjálf notað í gegnum árin og virkilega stutt við mína vegferð í að búa til fataskáp heima hjá mér sem hefur fallegann stíl, eflir mig og sér um að ég sé þægileg yfir daginn sama hvað.“

Camilla Rut segir að hún og Theodóra hafi þekkst lengi því hún hafi verið góður kúnni hjá fyrirtækinu.  

„Þetta er samvinna sem meikar fullkomið sens því saman ætlum við að halda áfram að byggja upp þetta merki bæði hérlendis og erlendis, halda áfram að koma með vörur sem hjálpa konum að byggja upp góðann grunn í fataskápnum sínum með áherslu ávellíðan og þægindi í leiðinni,“ segir hún. 

Camilla Rut segir að þeim stöllum langi til að byggja upp fyrirtæki saman sem er byggt á traustum grunni og markmiðið sé að fara aftur í grunninn.

„Svo eru þarna einnig tækifæri til að geta boðið viðskiptavinum Camy Collections sem er einungis netverslun eins og er, upp á mátun og aðstöðu í samvinnu með MTK en það er eitthvað sem við munum mögulega bjóða uppá með tímanum,“ segir hún. 

mbl.is