Mikilvægara að passa sig á fólki en gervigreind

Gervigreind | 3. maí 2023

Mikilvægara að passa sig á fólki en gervigreind

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri nýsköpunarfyrirtækisins Lucinity, segir framfarirnar sem gervigreind býður upp á sambærilegar þeim sem áttu sér stað við rafvæðingu heimsins. Guðmundur, sem hefur sjálfur þróað tækni sem byggir á gervigreind, segist hræddari við það hvernig fólk notar slíka tækni heldur en tæknina sjálfa.

Mikilvægara að passa sig á fólki en gervigreind

Gervigreind | 3. maí 2023

Undanfarið hefur mikið verið rætt um þróun gervigreindar og mögulegar …
Undanfarið hefur mikið verið rætt um þróun gervigreindar og mögulegar hættur sem geta fylgt henni. AFP/Lionel Bonaventure

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri nýsköpunarfyrirtækisins Lucinity, segir framfarirnar sem gervigreind býður upp á sambærilegar þeim sem áttu sér stað við rafvæðingu heimsins. Guðmundur, sem hefur sjálfur þróað tækni sem byggir á gervigreind, segist hræddari við það hvernig fólk notar slíka tækni heldur en tæknina sjálfa.

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri nýsköpunarfyrirtækisins Lucinity, segir framfarirnar sem gervigreind býður upp á sambærilegar þeim sem áttu sér stað við rafvæðingu heimsins. Guðmundur, sem hefur sjálfur þróað tækni sem byggir á gervigreind, segist hræddari við það hvernig fólk notar slíka tækni heldur en tæknina sjálfa.

Guðmundur er gestur í nýjasta þætti Hvítþvottar, hlaðvarps um peningaþvætti. Hann stofnaði Lucinity árið 2018 en fyrirtækið býður upp á tæknilausn sem hjálpar fjármálafyrirtækjum að verjast peningaþvætti og nýtir meðal annars gervigreind í því skyni. 

Undanfarið hefur mikið verið rætt um þróun gervigreindar og mögulegar hættur sem geta fylgt henni. 

Sig­urður Páll Gutt­orms­son, þátta­stjórn­andi Hvítþvotts.
Sig­urður Páll Gutt­orms­son, þátta­stjórn­andi Hvítþvotts. Ljósmynd/Aðsend

„Það þarf líka passa sig á fólki“

Guðmundur segir ekki endilega jafnmikil þörf á að óttast gervigreind og margur vill vera að láta. 

„Það þarf virkilega passa sig á gervigreind en það þarf líka passa sig á fólki,“ segir Guðmundur. „Ég er miklu hræddari við það hvernig hvernig fólk notar tækni heldur en tæknina sjálfa.“ 

Þrátt fyrir að gervigreind sé gjarnan nefnd sem ein helsta tæknibylting síðari ára eru ekki allir á eitt sáttir um ágæti hennar. Samsung bannaði í gær starfsfólki tveggja deilda að nota gervigreind á borð við spjallmennið ChatGTP eftir að fregnir bárust af „misnotkun“ þess innan fyrirtækisins. 

„Ég held að öllum framförum fylgi alltaf einhverjir sem trúa ekki,“ segir Guðmundur. „En ég trúi því að við séum á stigi þar sem við munum sjá virkilega breytingar til batnaðar og lífið okkar verður betra eftir á – þar sem við munum sjá þjóðfélögin breytast virkilega í þá átt að geta notið lífsins betur með gervigreind.“

Í þættinum ræðir Guðmundur einnig um stofnun Lucinity, þær áskoranir sem fylgja því að reka alþjóðlegt tæknifyrirtæki hér á landi og hvað framtíðin ber í skauti sér í vörnum gegn peningaþvætti.

mbl.is