Þörf á frekari rannsókn

Reykjavíkurflugvöllur | 3. maí 2023

Þörf á frekari rannsókn

Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna (ÖFÍA) hefur áhyggjur af ákvörðun innviðaráðherra sem þau segja ganga gegn samkomulagi um Reykjavíkurflugvöll frá nóvember árið 2019.

Þörf á frekari rannsókn

Reykjavíkurflugvöllur | 3. maí 2023

Öryggisnefnd FÍA harmar ákvarðanir innviðaráðherra um málefni Reykjavíkurflugvallar.
Öryggisnefnd FÍA harmar ákvarðanir innviðaráðherra um málefni Reykjavíkurflugvallar. mbl.is/Árni Sæberg

Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna (ÖFÍA) hefur áhyggjur af ákvörðun innviðaráðherra sem þau segja ganga gegn samkomulagi um Reykjavíkurflugvöll frá nóvember árið 2019.

Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna (ÖFÍA) hefur áhyggjur af ákvörðun innviðaráðherra sem þau segja ganga gegn samkomulagi um Reykjavíkurflugvöll frá nóvember árið 2019.

Nefndin leggur til að öllum framkvæmdum verði frestað þar til fullnægjandi rannsóknir á frekari gögnum verði unnar. Þetta kemur fram í ályktun öryggisnefndarinnar.

Samkomulagið sem um ræðir á að tryggja að full þjónusta verði á Reykjavíkurflugvelli á meðan á undirbúningi og gerð nýs flugvallar stendur. Í skýrslu starfshóps innviðaráðherra, sem skipaður var vegna hugsanlegrar byggðar í Nýja Skerjafirði, segir að allar framkvæmdir muni hafa áhrif á rekstraröryggi flugvallarins.

Skoða þurfi vindmælingar

ÖFÍA bendir á að ISAVIA hafi gögn yfir vindmælingar á Reykjavíkurflugvelli sem ná rúm tíu ár aftur í tímann. Nefndin segir að þau gögn geti sýnt hvort, og þá hvaða, áhrif í nálægð vallarins hefur haft á vindafar á þessu tímabili og telur mikilvægt að þau gögn verði skoðuð áður en lengra er haldið.

Öryggisnefndin vill einnig að áhrif viðbótarbyggðar á brautarskilyrði, svo sem bleytu og ísingarmyndun, verði rannsökuð. Í ályktuninni segir einnig að í skýrslu stýrihópsins séu talin upp enn fleiri atriði sem enn hafa ekki verið rannsökuð.

Í ályktuninni segir að umtalaðar mótvægisaðgerðir hafi ekki verið skilgreindar til hlítar eða útfærðar og óvíst sé að þær beri tilætlaðan árangur en að þó sé víst að rekstaröryggi Reykjavíkurflugvallar muni skerðast.

mbl.is