Hallar á ímynd sjávarútvegsins

Auðlindin okkar | 4. maí 2023

Hallar á ímynd sjávarútvegsins

Afgerandi meirihluti Íslendinga á aldrinum 18 til 29 ára segist hafa mjög eða frekar litla þekkingu á sjávarútvegsmálum og telur meirihlutinn að greinin sé gamaldags, stöðnuð, spillt, mengandi og skapi verðmæti fyrir fáa, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins.

Hallar á ímynd sjávarútvegsins

Auðlindin okkar | 4. maí 2023

Ímynd íslensks sjávarútvegs er ekki góð meðal ungs fólks.
Ímynd íslensks sjávarútvegs er ekki góð meðal ungs fólks. mbl.is/Sigurður Bogi

Afgerandi meirihluti Íslendinga á aldrinum 18 til 29 ára segist hafa mjög eða frekar litla þekkingu á sjávarútvegsmálum og telur meirihlutinn að greinin sé gamaldags, stöðnuð, spillt, mengandi og skapi verðmæti fyrir fáa, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins.

Afgerandi meirihluti Íslendinga á aldrinum 18 til 29 ára segist hafa mjög eða frekar litla þekkingu á sjávarútvegsmálum og telur meirihlutinn að greinin sé gamaldags, stöðnuð, spillt, mengandi og skapi verðmæti fyrir fáa, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins.

Þetta má lesa úr niðurstöðum könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um viðhorf Íslendinga til sjávarútvegsmála sem unnin var fyrir matvælaráðuneytið og á að nýtast í stefnumótunarverkefninu „Auðlindin okkar“.

Hafa niðurstöðurnar vakið spurningar um hvort sjávarútveginum hafi mistekist að upplýsa yngsta aldurshópinn um það sem er að gerast í greininni, en losun fiskiskipaflotans hefur dregist gríðarlega saman á undanförnum árum og íslenskur sjávarutvegur er líklega sá tæknivæddasti á heimsvísu.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is