Myndlistin getur verið falleg og frábær fjárfesting í senn

Kynning | 4. maí 2023

Myndlistin getur verið falleg og frábær fjárfesting í senn

Gallerí Fold er leiðandi listmunasala sem starfrækt hefur verið frá árinu 1992. Ásamt því að halda úti stóru galleríi, sem selur listmuni eftir úrvalslistamenn, rekur Gallerí Fold auk þess uppboðshús á listaverkum.  

Myndlistin getur verið falleg og frábær fjárfesting í senn

Kynning | 4. maí 2023

Jóhann Ágúst Hansen, framkvæmdastjóri Fold uppboðshúss.
Jóhann Ágúst Hansen, framkvæmdastjóri Fold uppboðshúss. mbl.is/Arnþór Birkisson

Gallerí Fold er leiðandi listmunasala sem starfrækt hefur verið frá árinu 1992. Ásamt því að halda úti stóru galleríi, sem selur listmuni eftir úrvalslistamenn, rekur Gallerí Fold auk þess uppboðshús á listaverkum.  

Gallerí Fold er leiðandi listmunasala sem starfrækt hefur verið frá árinu 1992. Ásamt því að halda úti stóru galleríi, sem selur listmuni eftir úrvalslistamenn, rekur Gallerí Fold auk þess uppboðshús á listaverkum.  

Jóhann Ágúst Hansen, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Fold uppboðshúss, hefur alla tíð verið ástríðufullur áhugamaður um myndlist. Hann segir margt skemmtilegt á döfinni hjá Gallerí Fold en um þessar mundir stendur yfir forsýning á næsta uppboði í sal sem gefur gestum gullið tækifæri til að berja einstaka listmuni augum áður en þeir falla í hendur nýrra eigenda.

„Þessar sýningar þykja mjög áhugaverðar. Þarna eru verk til sýnis sem yfirleitt hafa verið í einkaeigu og hafa því verið ósýnileg öðrum en eigendum þeirra í kannski hálfa öld. Eftir uppboðið fá þau svo nýtt heimili og eru þar kannski næstu hálfa öld og svona gengur það kannski koll af kolli, öld eftir öld,“ segir Jóhann Ágúst og bendir á að listmunirnir sem eru boðnir eru upp í sal séu verk í hæsta gæðaflokki.

Dýrleg myndlist hangir upp um alla veggi í Gallerí Fold.
Dýrleg myndlist hangir upp um alla veggi í Gallerí Fold. mbl.is/Arnþór Birkisson

Listmunauppboð á vef og í sal  

Fold uppboðshús stendur reglulega fyrir listmunauppboðum bæði á vef og í sal. Einfalt er að taka þátt í uppboðum en þau virka þannig að ákveðin listaverk eru boðin upp og þau seld hæstbjóðanda. Jóhann segir mikla stemningu skapast í kringum uppboðin og allir geta tekið þátt í þeim.

„Sumum finnst mjög gaman að taka þátt í uppboði í sal en öðrum finnst það stressandi og kæra sig ekki um aðrir sjái að þeir séu að bjóða. Vefuppboðin leysa þann vanda. Auk þess sem fólk getur verið að gera eitthvað annað á meðan á því stendur,“ segir hann.

„Hvort tveggja krefst skráningar á uppboðsvefnum okkar. Starfsfólk okkar er alltaf boðið og búið til að aðstoða nýja viðskiptavini við innskráningar,“ segir Jóhann. „Á uppboðum í sal gefa kaupendur merki með því að rétta upp númer ef þeir vilja bjóða í ákveðin verk. Ef fólk hefur ekki tök á að sækja uppboðið er hægt að leggja inn forboð og starfsfólk uppboðsins býður í fyrir viðkomandi,“ útskýrir hann en einnig gefst áhugasömum tækifæri á að fá símtal rétt áður en tiltekið verk er boðið upp og gefst þá kostur til að bjóða í það í gegnum síma.

Fold uppboðshús stendur reglulega fyrir listmunauppboðum þar sem listmunir eru …
Fold uppboðshús stendur reglulega fyrir listmunauppboðum þar sem listmunir eru seldir hæstbjóðanda hverju sinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Á vefnum skrá bjóðendur sig fyrir hámarksboði en kerfið tryggir að þeir fái verkið á lægsta mögulega verði miðað við önnur boð. Í öllum tilfellum er hægt að fá aðstoð frá starfsfólki um hvernig best sé að nálgast uppboðið,“ segir hann en samkvæmt Jóhanni er myndlist meginuppistaða uppboðanna. Einnig slæðast inn ýmsar hönnunarvörur sem boðnar eru upp, líkt og borðbúnaður, silfurmunir og bækur. 

Sérfræðingar í verðmati 

Gallerí Fold vinnur með starfandi listamönnum og tekur verk þeirra í umboðssölu. Þá sér galleríið um kynningar innanlands og utan og stendur fyrir sýningum á verkum listamannanna sem yfirleitt fara fram í húsakynnum gallerísins en líka á listamessum erlendis. 

„Auk þess verðmetum við listaverk, til dæmis vegna trygginga eða búskipta,“ segir Jóhann. „Við erum sérfræðingar í verðmati á íslenskri myndlist og höldum úti sérstakri vísitölu og gagnagrunni um öll verk sem hafa verið seld á uppboðum á Íslandi og eru skráð í. Við notum gagnagrunninn við verðmat en það er þó alltaf líka huglægt og þá byggjum við á áratugareynslu og metum eftirspurn, þema og gæði hvers verks,“ lýsir hann.

Jóhann Ágúst hvetur unga sem aldna til að njóta alls …
Jóhann Ágúst hvetur unga sem aldna til að njóta alls þess sem myndlist býður upp og kíkja við í Gallerí Fold. Arnþór Birkisson

Styðja við bágstadda

Þessa stundina standa yfir tvær sýningar hjá Gallerí Fold sem vert er að kíkja á. Draumalandið eftir Elínborgu Östermann stendur nú yfir ásamt fallegri sýningu Larisu Kirichenko, Úkraínsk blóm.

„Allur ágóði þeirrar sýningar rennur til spítalans í Kiev en Larisa er þaðan. Okkur þykir mikilvægt að gefa af okkur og höfum áður stutt við málstað Kvennaathvarfsins, Amnesty og No Boarders,“ segir Jóhann Ágúst sem er með hjartað á réttum stað. 

„Fram undan eru svo sýningar á dúkristum Ástu Sigurðar og nýjum verkum eftir Hauk Dór. Í maí verður einnig sýning á vegum Listar án landamæra sem miðar að því að auka sýnileika fatlaðs listafólks og veita þeim tækifæri til sköpunar og sýninga. Síðar í sumar mun Lína Rut svo sýna hjá okkur,“ segir Jóhann Ágúst og hvetur alla til að koma við í Gallerí Fold á Rauðarárstíg 12-14 og njóta myndlistar til hins ýtrasta.

Iðunn Vignisstjóri, sýningarstjóri hjá Gallerí Fold, er spennt fyrir komandi …
Iðunn Vignisstjóri, sýningarstjóri hjá Gallerí Fold, er spennt fyrir komandi tímum og væntanlegum sýningum. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is