„Treysti niðurstöðum sérfræðinganna í þessu“

Reykjavíkurflugvöllur | 4. maí 2023

„Treysti niðurstöðum sérfræðinganna í þessu“

„Í þessari yfirlýsingu er verið að árétta stefnu Framsóknarflokksins um að flugvöllurinn verði að geta þjónað sínu hlutverki og að það sé staðið við samkomulagið að rekstraröryggi hans sé ekki skert á meðan hann er í Vatnsmýrinni,“ segir Einar Þorsteinsson, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík, í samtali við mbl.is. 

„Treysti niðurstöðum sérfræðinganna í þessu“

Reykjavíkurflugvöllur | 4. maí 2023

Einar Þorsteinsson, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík.
Einar Þorsteinsson, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Í þessari yfirlýsingu er verið að árétta stefnu Framsóknarflokksins um að flugvöllurinn verði að geta þjónað sínu hlutverki og að það sé staðið við samkomulagið að rekstraröryggi hans sé ekki skert á meðan hann er í Vatnsmýrinni,“ segir Einar Þorsteinsson, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík, í samtali við mbl.is. 

„Í þessari yfirlýsingu er verið að árétta stefnu Framsóknarflokksins um að flugvöllurinn verði að geta þjónað sínu hlutverki og að það sé staðið við samkomulagið að rekstraröryggi hans sé ekki skert á meðan hann er í Vatnsmýrinni,“ segir Einar Þorsteinsson, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík, í samtali við mbl.is. 

Þing­flokk­ur og sveit­ar­stjórn­ar­full­trú­ar Fram­sókn­ar sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem hópurinn lagði áherslu á að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur skapi ör­yggi fyr­ir inn­an­lands- og milli­landa­flug, mæti þörf­um sjúkra­flugs og að brú­in á milli lands­byggðar og höfuðborg­ar verði áfram í Vatns­mýr­inni, þar til ann­ar jafn­góður eða betri kost­ur finnst.

58 manns undirrituðu yfirlýsinguna, þar á meðal Einar. 

Verður gripið til mótvægisáhrifa

Niðurstaða starfs­hóps sem Sig­urður Ingi Jó­hanns­son innviðaráðherra skipaði til að meta áhrif á flug- og rekstr­arör­yggi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar var birt í síðustu viku.

„Niðurstaðan er mjög skýr. Það er óhætt að byggja þarna í Skerjafirði, að því gefnu að gripið verði til mótvægisaðgerða. Þá verða áhrifin enginn á sjúkraflug, eða innanlandsflug.“

Einar segir að með yfirlýsingunni vilji Framsókn árétta stefnu flokksins, „og borgarstjórnarflokkur Framsóknar skrifar undir þessa yfirlýsingu að sjálfsögðu. Þetta er okkar stefna“.

Hann bendir á að Isavia, innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg sendi frá sér sameiginlega yfirlýsingu um að gripið verði til mótvægisaðgerða, en lesa má nánar um tillögur starfshópsins um mótvægisaðgerðir hér.

Mikilvæg uppbygging

Telur þú þá að ný byggð í Skerjafirði og flugvöllurinn geti átt farsæla framtíð?

„Já, ég treysti niðurstöðum sérfræðinganna í þessu. Þess vegna var mikilvægt að fara í þessa vinnu. Þetta er þeirra niðurstaða – að þetta sé í lagi – og ég treysti því.“

Einar segir mikilvægt að muna að í Skerjafirðinum séu uppi áform um að byggja húsnæði fyrir fyrstu kaupendur og Félagsstofnun stúdenta. Þá séu einnig áform um að Bjarg, byggingarfélag verkalýðshreyfingarinnar, byggi þar hagkvæmt húsnæði. 

„Þetta er gríðarlega mikilvæg uppbygging sem að þarf að eiga sér stað. En hún hefði ekki farið af stað nema það væri alveg tryggt að rekstraröryggi flugvallarins yrði ekki skert.“

Taki 20-25 ár að byggja nýjan flugvöll 

Í yfirlýsingunni er vísað til samkomulags ríkis og borgar frá 2019 um að tryggja flug- og rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli næstu 20-25 árin. 

Einar segir að það sé sá tími sem sérfræðingar telja að taki til að byggja nýjan flugvöll, til dæmis í Hvassahrauni. 

„Ef að sú ákvörðun yrði tekin í dag – að fara í þann flugvöll – þá tæki það þann tíma að hanna og fjármagna og byggja hann. Þannig að það eru svo sem engin ný tíðindi í því,“ segir Einar að lokum. 

mbl.is