Myndi ekki klæðast þessu á ný

Fatastíllinn | 6. maí 2023

Myndi ekki klæðast þessu á ný

Paris Hilton er ein þekktasta táknmynd tísku tíunda áratugarins. Það muna flestallir eftir henni í velúr-göllunum, „low rise“ gallabuxunum, flegnu toppunum og með glansandi Banana Boat brúnku.

Myndi ekki klæðast þessu á ný

Fatastíllinn | 6. maí 2023

Paris Hilton gekk mikið í Von Dutch hér einu sinni …
Paris Hilton gekk mikið í Von Dutch hér einu sinni en vill ekki sjá merkið í dag. Samsett mynd

Paris Hilton er ein þekktasta táknmynd tísku tíunda áratugarins. Það muna flestallir eftir henni í velúr-göllunum, „low rise“ gallabuxunum, flegnu toppunum og með glansandi Banana Boat brúnku.

Paris Hilton er ein þekktasta táknmynd tísku tíunda áratugarins. Það muna flestallir eftir henni í velúr-göllunum, „low rise“ gallabuxunum, flegnu toppunum og með glansandi Banana Boat brúnku.

Stíll Hilton hefur þó þróast með árunum og þó hún sé ánægð með flestallt sem hún kaus að klæðast á tíunda áratugnum þá hefur hún opinberað eina tískustefnu sem hún mun aldrei endurtaka. 

Myndi ekki rokka Von Dutch aftur

Í viðtali sínu við Today.com ræddi plötusnúðurinn og nýbakaða móðirin tísku fyrri ára og viðurkenndi: „Persónulega myndi ég ekki klæðast Von Dutch.“ Tískumerkið var vel þekkt á tíunda áratugnum og hvað þekktast fyrir grafíska stuttermaboli og derhúfur með einkennismerki sínu. 

„Ég fór bara að taka eftir því að krakkar í dag eru mikið byrjaðir að ganga með Von Dutch-derhúfur. Mér finnst það fyndið. Ég myndi ekki rokka það á ný,“ sagði Hilton. 

Fleiri stjörnur tíunda áratugarins rokkuðu tísku Von Dutch á sínum tíma en Britney Spears, Justin Timberlake, Nicole Richie og Gwen Stefani kæddust merkinu.

Justin Timberlake, Nicole Richie og Gwen Stefani voru öll miklir …
Justin Timberlake, Nicole Richie og Gwen Stefani voru öll miklir aðdáendur Von Dutch á tíunda áratugnum. Samsett mynd
mbl.is