Breiðholt „express“ yfir Elliðaárnar

Hjólreiðar | 7. maí 2023

Breiðholt „express“ yfir Elliðaárnar

Nýr aðskilinn tvöfaldur hjóla- og göngustígur frá Árbæ yfir í Breiðholt er nú í frumhönnun hjá Reykjavíkurborg, en um er að ræða stíg sem er í tveimur áföngum. Hefur þessi stígur, sem er hluti af stofnleið hjólreiða í borginni, fengið vinnuheitið Breiðholt „express“.

Breiðholt „express“ yfir Elliðaárnar

Hjólreiðar | 7. maí 2023

Undanfarin ár hefur aðgangur fyrir hjólandi verið bættur til muna …
Undanfarin ár hefur aðgangur fyrir hjólandi verið bættur til muna upp Elliðaárdalinn. Nú er til skoðunar að bæta tengingu úr Árbæ til suðurs við Breiðholt. mbl.is/Valgarður Gíslason

Nýr aðskilinn tvöfaldur hjóla- og göngustígur frá Árbæ yfir í Breiðholt er nú í frumhönnun hjá Reykjavíkurborg, en um er að ræða stíg sem er í tveimur áföngum. Hefur þessi stígur, sem er hluti af stofnleið hjólreiða í borginni, fengið vinnuheitið Breiðholt „express“.

Nýr aðskilinn tvöfaldur hjóla- og göngustígur frá Árbæ yfir í Breiðholt er nú í frumhönnun hjá Reykjavíkurborg, en um er að ræða stíg sem er í tveimur áföngum. Hefur þessi stígur, sem er hluti af stofnleið hjólreiða í borginni, fengið vinnuheitið Breiðholt „express“.

Nær fyrri hluti verkefnisins frá Bæjarhálsi, austan megin við Höfðabakka, niður að Rafstöðvarvegi, en þar eru nú þegar undirgöng sem notuð eru fyrir gangandi og hjólandi.

Seinni áfanginn er svo frá því vestanmegin við Höfðabakka á Rafstöðvarvegi og yfir Elliðaárnar á nýrri brú og upp dalinn og að stórum hluta eftir núverandi göngustígsstæði og um undirgöngin efst á Stekkjarbakka og svo fyrir ofan Stekkina og meðfram Bökkunum.

Vantar norður-suður teningar

Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við mbl.is að um augljósan kost sé að ræða fyrir þá sem stundi hjólreiðar um borgina. „Það vantar þessar norður-suður tengingar og þetta er hluti af því,“ segir hún. Talsverðar framkvæmdir hafa átt sér stað við Elliðaárdalinn síðustu ár og munu þær halda áfram í efri hluta dalsins þar sem sérstakur hjólastígur mun þá liggja upp allan dalinn. Segir Guðbjörg að tengingar hafi hins vegar vantað þvert á þessa uppbyggingu og þessi stígur verði vonandi hluti af því.

Seinni hluti leiðarinnar á að liggja frá Rafstöðvarvegi, vestan við …
Seinni hluti leiðarinnar á að liggja frá Rafstöðvarvegi, vestan við núverandi Höfðabakkabrú, og tengjast við Stekkina um undirgöng undir Stekkjabakka og fara svo upp að Bökkum og meðfram þeim. Kort/Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur

Guðbjörg segir mjög spennandi að koma verkefninu inn á plan, en fyrir utan stígalögn eru stærstu atriðin í þessu verkefni ný brú yfir Elliðaárnar, rétt neðan Höfðabakkabrúarinnar núverandi, og svo lagfæringar sem gera þarf í kringum undirgöngin undir Stekkjabakka.

Núverandi undirgöng erfið hjólandi

Í dag rúmar Höfðabakkabrúin illa gangandi og hvað þá til viðbótar hjólandi að sögn Guðbjargar og undirgöngin undir Stekkjarbakkann eru að hennar sögn snúin fyrir hjólreiðafólk, en þar kemur meðal annar kröpp 90 gráðu blindbeygja.

Önnur tenging fyrir gangandi og hjólandi er til staðar litlu ofar, sjálf Elliðaárstíflan, en Guðbjörg bendir á að það sama eigi við um hana, hún rúmi illa umferð hjólandi, þeirra sem eru í hjólastól eða þeirra sem eiga erfitt með gang og fólks með barnavagn.

Fyrri hlutinn nær frá Bæjarhálsi, austan megin við Höfðabakka, niður …
Fyrri hlutinn nær frá Bæjarhálsi, austan megin við Höfðabakka, niður að Rafstöðvarvegi. Kort/Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur

Tengist svo áfram inn á Breiðholtsstíg

Guðbjörg segir að heildarhugmyndin sé svo að tengja þennan stíg áfram við núverandi stíg, sem er upplýstur og upphitaður, sem liggur um móana milli efra og neðra Breiðholts og svo áleiðis yfir brú yfir Breiðholtsbrautina.

Guðbjörg tekur fram að samhliða því að gera stíga sem bæta samgöngur og upplifun fólks um þetta svæði þurfi að gæta vel að umhverfinu. „Þetta er svæði sem fólki þykir vænt um.“

Verkefnið er sem fyrr segir í frumhönnun, en það þýðir að það standi yfir hugmyndavinna og samþætting á skipulagi verkefnisins á breiðum grunni, sem og kostnaðarmat. Ekki er komin fjármögnun fyrir verkefnið, en verði það tekið áfram tekur við forhönnun, hönnun og loks framkvæmd.

mbl.is