Þakbar með víðáttumiklu útsýni yfir Liverpool

Drykkir | 9. maí 2023

Þakbar með víðáttumiklu útsýni yfir Liverpool

Carpathia þakbarinn er staðsettur ofan á efstu hæð hins þekkta 30 James Street hótels. Þetta er eitt þekktasta hótel Liverpool og er staðsett í hjarta miðbæjarins gegnt hinu sögufræga The Royal Albert Dock sjóminjasafni ásamt mörgum öðrum sögufrægum byggingum og kennileitum í nálægð við hótelið.

Þakbar með víðáttumiklu útsýni yfir Liverpool

Drykkir | 9. maí 2023

Þakbarinn Carpathia er tilvalinn viðkomustaður fyrir Íslendinga á leið sinni …
Þakbarinn Carpathia er tilvalinn viðkomustaður fyrir Íslendinga á leið sinni um Liverpool og býður upp á glæsilegt útsýni og ljúffenga drykki. Ljósmynd/Samsett

Carpathia þakbarinn er staðsettur ofan á efstu hæð hins þekkta 30 James Street hótels. Þetta er eitt þekktasta hótel Liverpool og er staðsett í hjarta miðbæjarins gegnt hinu sögufræga The Royal Albert Dock sjóminjasafni ásamt mörgum öðrum sögufrægum byggingum og kennileitum í nálægð við hótelið.

Carpathia þakbarinn er staðsettur ofan á efstu hæð hins þekkta 30 James Street hótels. Þetta er eitt þekktasta hótel Liverpool og er staðsett í hjarta miðbæjarins gegnt hinu sögufræga The Royal Albert Dock sjóminjasafni ásamt mörgum öðrum sögufrægum byggingum og kennileitum í nálægð við hótelið.

Þakbarinn og veitingastaðurinn býður upp á víðáttumikið útsýni yfir borgina og er opinn allt árið um kring. Rétt eins og hótelið, fá barinn og veitingastaðurinn innblástur sinn frá RMS Titanic farþegaskipinu. Nafnið Carpathia tengist farþegagufuskipinu sem bjargaði 705 eftirlifendum frá Titanic sjóslysinu árið 1912 og á veitingastaðnum er hægt að bragða á fyrsta flokks veitingum sem voru um borð í hinu sögufræga skipi.

Kampavín og kokteilar

Þakbarinn býður ekki aðeins upp á gott úrval af fínu kampavíni, heldur einnig glæsilegt úrval af kokteilum. Carpathia er tilvalinn viðkomustaður fyrir Íslendinga á leið sinni um Liverpool, glæsilegt útsýni, gott andrúmsloft og góð þjónusta.

Hótelið býður upp á lúxusgistingu í töfrandi og sögulegri byggingu sem flytur þig aftur í tímann og minnir þig óneitanlega á Titanic farþegaskipið. Hótelið er 64 svefnherbergja lúxushótel og er jafnframt vinsæll áfangastaður fyrir síðdegiste eins og það gerist best og þar er líka að finna lúxus heilsulind.

mbl.is