Wok On styrkir Píeta samtökin

Veitingastaðir | 10. maí 2023

Wok On styrkir Píeta samtökin

Eins og glöggir viðskiptavinir Wok On hafa eflaust tekið eftir eru rauðu „take away“ boxin hjá Wok On orðin gul en þau munu vera það út maí. Ástæðan fyrir þessum breytta lit er að 50 krónur af hverjum seldum rétt renna beint til Píeta samtakanna sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða ásamt því að styðja við aðstandendur.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem „take away“ box Wok On taka litabreytingum en voru þau bleik í október síðastliðnum til stuðnings Bleiku slaufunni, átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Wok On, með hjálp viðskiptavina sinna, náði að styrkja Bleiku slaufuna um meira en milljón krónur.

Wok On styrkir Píeta samtökin

Veitingastaðir | 10. maí 2023

Box Wok On eru orðin gul og verða það út …
Box Wok On eru orðin gul og verða það út maí. Ástæðan fyrir þessum breytta lit er að 50 krónur af hverjum seldum rétt renna beint til Píeta samtakanna. Ljósmynd/Aðsend

Eins og glöggir viðskiptavinir Wok On hafa eflaust tekið eftir eru rauðu „take away“ boxin hjá Wok On orðin gul en þau munu vera það út maí. Ástæðan fyrir þessum breytta lit er að 50 krónur af hverjum seldum rétt renna beint til Píeta samtakanna sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða ásamt því að styðja við aðstandendur.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem „take away“ box Wok On taka litabreytingum en voru þau bleik í október síðastliðnum til stuðnings Bleiku slaufunni, átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Wok On, með hjálp viðskiptavina sinna, náði að styrkja Bleiku slaufuna um meira en milljón krónur.

Eins og glöggir viðskiptavinir Wok On hafa eflaust tekið eftir eru rauðu „take away“ boxin hjá Wok On orðin gul en þau munu vera það út maí. Ástæðan fyrir þessum breytta lit er að 50 krónur af hverjum seldum rétt renna beint til Píeta samtakanna sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða ásamt því að styðja við aðstandendur.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem „take away“ box Wok On taka litabreytingum en voru þau bleik í október síðastliðnum til stuðnings Bleiku slaufunni, átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Wok On, með hjálp viðskiptavina sinna, náði að styrkja Bleiku slaufuna um meira en milljón krónur.

Margt smátt verður eitt stórt
„Við erum einkar ánægð með þetta framtak Wok On. Okkur hefur lengi langað til að vera partur af verkefni sem þessu og það er ánægjulegt að sjá Wok On stíga upp og svara kallinu. Á tímum sem þessum, þar sem vitundarvakning um sjálfsvíg og sjálfsskaða er sífellt meira áberandi, er mikilvægt að samfélagið allt stígi inn í umræðuna. Margt smátt verður eitt stórt,“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta.

„Hugmyndin að verkefninu spratt upp í kjölfar góðs gengis í október. Liturinn er engin tilviljun, lógó Píeta samtakanna er gult, rétt eins og boxin, og vonumst við til þess að fólk tengi litinn við samtökin og það mikilvæga starf sem þau vinna. Það er heiður að fá að taka þátt í jafn verðugu verkefni og þessu og við hlökkum til að láta gott af okkur leiða,“ segir Elfa Rut Gísladóttir, markaðsstjóri Wok On.

Elfa Rut Gísladóttir er markaðsstjóri Wok On.
Elfa Rut Gísladóttir er markaðsstjóri Wok On. Ljósmynd/Aðsend

Þjónustan gjaldfrjáls
Píeta veitir fyrstu hjálp, aðgengilega þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og stunda sjálfsskaða og aðstandendur þeirra. Þjónustan er með öllu gjaldfrjáls og stendur til boða öllum þeim sem hafa náð átján ára aldri. Píeta samtökin vinna einnig að því að efla þekkingu og skilning á sálrænum sársauka og sjálfsvígum. Samtökin vilja vera leiðandi í forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum á Íslandi. Sími Píeta samtakanna, 552-2218, er opinn allan ársins hring.

Guli liturinn á boxunum hjá Wok On er táknrænn fyrir …
Guli liturinn á boxunum hjá Wok On er táknrænn fyrir Píeta samtökin. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is