Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kveður her landsins þarfnast meiri tíma til að hefja þá gagnsókn sem lengi hefur verið í bígerð gegn rússneska innrásarliðinu. Ber hann því við að herinn bíði þeirrar aðstoðar í formi hergagna sem lofað hafi verið á alþjóðavettvangi.
Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kveður her landsins þarfnast meiri tíma til að hefja þá gagnsókn sem lengi hefur verið í bígerð gegn rússneska innrásarliðinu. Ber hann því við að herinn bíði þeirrar aðstoðar í formi hergagna sem lofað hafi verið á alþjóðavettvangi.
Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kveður her landsins þarfnast meiri tíma til að hefja þá gagnsókn sem lengi hefur verið í bígerð gegn rússneska innrásarliðinu. Ber hann því við að herinn bíði þeirrar aðstoðar í formi hergagna sem lofað hafi verið á alþjóðavettvangi.
Telja greiningaraðilar gagnárásina geta valdið straumhvörfum í stríðinu í Úkraínu þar sem staðið hefur í járnum mánuðum saman auk þess sem ætla má að aðgerðin reynist prófsteinn á her Úkraínu og þann búnað sem landinu hefur borist og mun berast á næstunni.
Í ávarpi frá Kænugarði lýsti Selenskí því yfir að herafli hans væri reiðubúinn eftir að hafa hlotið þjálfun í ranni ríkja Atlantshafsbandalagsins. Enn þarfnaðist herinn þó „vissra hluta“ að sögn forsetans og vísaði hann þar til brynvarinna ökutækja sem væntanleg væru „í hrönnum“.
„Með þeim [sem við höfum nú þegar] getum við sótt fram og ég held að þar næðum við árangri,“ sagði Selenskí í viðtali við nokkrar evrópskar ríkisútvarpsstöðvar, „en þar yrði mikið mannfall óhjákvæmilegt. Það tel ég óviðunandi. Þess vegna bíðum við, við þurfum meiri tíma,“ sagði forseti.
Úkraínski herinn heldur því vitaskuld kirfilega leyndu hvar og hvenær hann láti til skarar skríða í gagnsókn sinni. Meðan á undirbúningi aðgerðarinnar stendur hafa Rússar eflt varnarmátt sinn við 1.450 kílómetra langa víglínu sem nær frá Lúhans og Dónetsk í austri og allt til Saporísjía í suðurhluta landsins.
Undanfarnar vikur hafa úkraínsk yfirvöld þó leynt og ljóst reynt að dempa væntingar um stórsigur þegar til gagnsóknarinnar kemur. Hátt settur embættismaður, sem ræddi við fjölmiðla í skjóli nafnleyndar, sagði stjórnendur landsins „skilja að þeir þörfnuðust árangurs“ en þar með mætti ekki líta á gagnsóknina sem einhvers konar „silfurkúlu“ í þessu fimmtán mánaða langa stríði og vísaði þar til þeirrar kunnu þjóðsögu að koma megi varúlfum fyrir kattarnef með því að skjóta þá með silfurkúlu.
Selenskí forseti dregur hins vegar ekki dul á bjartsýni sína um gagnsókn Úkraínumanna þegar að henni kemur og varar við „frosti í átökunum“, það er að segja löngu tímabili sem hvorug fylkingin nær að höggva skörð að ráði í hina. Það væri einmitt ástandið sem Rússar reiddu sig á.