Systkini opna Kópavogskróníku

Daglegt líf | 11. maí 2023

Systkini opna Kópavogskróníku

Veitingastaðurinn Króníkan verður opnaður í Gerðarsafni í Kópavogi innan tíðar. Á veitingastaðnum verður meðal annars boðið upp á smurbrauð, kaffiveitingar og góða drykki. Stefnt er að því að opna nýja staðinn í júní. 

Systkini opna Kópavogskróníku

Daglegt líf | 11. maí 2023

Nýr veitingastaður opnar á næstu vikum í Gerðarsafni.
Nýr veitingastaður opnar á næstu vikum í Gerðarsafni.

Veit­ingastaður­inn Krón­ík­an verður opnaður í Gerðarsafni í Kópa­vogi inn­an tíðar. Á veit­ingastaðnum verður meðal ann­ars boðið upp á smur­brauð, kaffi­veit­ing­ar og góða drykki. Stefnt er að því að opna nýja staðinn í júní. 

Veit­ingastaður­inn Krón­ík­an verður opnaður í Gerðarsafni í Kópa­vogi inn­an tíðar. Á veit­ingastaðnum verður meðal ann­ars boðið upp á smur­brauð, kaffi­veit­ing­ar og góða drykki. Stefnt er að því að opna nýja staðinn í júní. 

Bragi Skafta­son og Sigrún Skafta­dótt­ir, systkini úr vest­ur­bæ Kópa­vogs, hafa tekið rekst­ur­inn að sér. Þau und­ir­rituðu samn­ing í dag á af­mæl­is­degi Kópa­vogs­bæj­ar.

„Við erum mjög spennt fyr­ir að taka við rekstri í hinum eina sanna miðbæ Kópa­vogs, þetta eru okk­ar slóðir og við hlökk­um mikið til taka á móti gest­um,“ segja Bragi og Sigrún í frétta­til­kynn­ingu. Bragi sem eig­andi og rekstr­araðili meðal ann­ars Veðurs, Vín­stúk­unn­ar 10 sopa og Brút. Sigrún hef­ur meðal ann­ars unnið á Bergs­son mat­húsi. 

Ásdís Kristjáns­dótt­ir bæj­ar­stjóri Kópa­vogs seg­ir kær­komið að fá veit­ingastað í Gerðarsafn.

„Krón­ík­an verður frá­bær viðbót við starf­semi menn­ing­ar­hús­anna sem ég er sann­færð um að bæj­ar­bú­ar og aðrir eiga eft­ir að taka opn­um örm­um.“

Nafnið Krón­ík­an hef­ur fest sig vel við Kópa­vog. Rit­höf­und­ur­inn Kamilla Ein­ars­dótt­ir sendi frá sér skáld­sög­una Kópa­vogskróniku árið 2018 sem gerðist ein­mitt í Kópa­vogi. 

Á myndinni eru frá vinstri: Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir …
Á mynd­inni eru frá vinstri: Bragi Skafta­son og Sigrún Skafta­dótt­ir frá Krón­ík­unni, Ásdís Kristjáns­dótt­ir bæj­ar­stjóri, Brynja Sveins­dótt­ir, safn­stjóri Gerðarsafns og Soffía Karls­dótt­ir for­stöðumaður menn­ing­ar­mála hjá Kópa­vogs­bæ.
mbl.is