Linda Yaccarino nýr forstjóri Twitter

X | 12. maí 2023

Linda Yaccarino nýr forstjóri Twitter

Elon Musk hefur ráðið Lindu Yaccarino sem nýjan forstjóra Twitter. Musk mun þó áfram vera háttsetur innan fyrirtækisins, en hann tekur við sem stjórna­formaður og yf­ir­maður tækni­mála. 

Linda Yaccarino nýr forstjóri Twitter

X | 12. maí 2023

Linda Yaccarino tekur við sem nýr forstjóri Twitter.
Linda Yaccarino tekur við sem nýr forstjóri Twitter. AFP

Elon Musk hefur ráðið Lindu Yaccarino sem nýjan forstjóra Twitter. Musk mun þó áfram vera háttsetur innan fyrirtækisins, en hann tekur við sem stjórna­formaður og yf­ir­maður tækni­mála. 

Elon Musk hefur ráðið Lindu Yaccarino sem nýjan forstjóra Twitter. Musk mun þó áfram vera háttsetur innan fyrirtækisins, en hann tekur við sem stjórna­formaður og yf­ir­maður tækni­mála. 

Í tilkynningu á miðlinum sjálfum, kvaðst Musk spenntur fyrir samstarfinu með Yaccarino, sem muni miðast að því að breyta Twitter vettvanginum yfir í nýjan vettvang „X, appið fyrir allt.“ 

Auðkýfingurinn tilkynnti í nóvember síðastliðinn að hann hygðist stíga til hliðar sem forstjóri fyrirtækisins aðeins mánuði eftir að hann tók yfir sem stjórnandi samfélagsmiðilsins.

Tilvalin til að auka tekjur Twitter

Í gær tilkynnti hann svo á Twitter að nýr forstjóri hefði verið ráðinn og að „hún“ myndi hefja störf eftir sex vikur. 

Yaccarino hefur áralanga reynslu innan fjölmiðla- og afþreyingariðnaðarins, en hún sagði nýlega upp störfum hjá NBCUniversal, þar sem hún hafði komið að þróun streymisþjónustu þeirra.

Claire Atkinson, aðalfréttaritari Business Insider, hefur fylgst með ferli Yaccarino síðustu tvo áratugi og segir hana tilvalinn forstjóra til að auka tekjur Twitter, en tekjur fyrirtækisins hafa hrapað eftir að Musk tók við í október í fyrra.

mbl.is