Pastarétturinn sem Kris Jenner fær ekki nóg af

Uppskriftir | 12. maí 2023

Pastarétturinn sem Kris Jenner fær ekki nóg af

Raunveruleikastjarnan og móðir Kardashian-Jenner systranna, Kris Jenner, er mikill aðdáandi hins geysivinsæla pastaréttar Cacio e Pepe. Rétturinn er ofureinfaldur og afar bragðgóður.

Pastarétturinn sem Kris Jenner fær ekki nóg af

Uppskriftir | 12. maí 2023

Kris Jenner elskar Cacio de Pepe ... eða var það …
Kris Jenner elskar Cacio de Pepe ... eða var það Coucho Pepe? Samsett mynd

Raunveruleikastjarnan og móðir Kardashian-Jenner systranna, Kris Jenner, er mikill aðdáandi hins geysivinsæla pastaréttar Cacio e Pepe. Rétturinn er ofureinfaldur og afar bragðgóður.

Raunveruleikastjarnan og móðir Kardashian-Jenner systranna, Kris Jenner, er mikill aðdáandi hins geysivinsæla pastaréttar Cacio e Pepe. Rétturinn er ofureinfaldur og afar bragðgóður.

Jenner sló rækilega í gegn þegar hún reyndi að panta sér réttinn á veitingastað í þáttunum The Kardashians. Hún var með dóttur sinni Khloé Kardashian sem gerði mikið gys að framburði Jenner áhorfendum til mikillar skemmtunar.

@khlooekardash @dashcentral💬 this is halarious i cant. #fup #cacioepepe #khloekardashian #krisjenner #kris #khloé #funnyaf #fyp #foryoupage #foryou #fypシ #kardashians ♬ original sound - khloé >>>> anyone

Cacio e Pepe

Hráefni fyrir fjóra:

  • 340 g pasta (spaghetti, bucatini eða egg-tagliolini)
  • 6 msk. ósalt smjör (skorið í kubba)
  • 2 tsk. nýmalaður svartur pipar
  • 1 1/2 bolli fínt rifinn Parmesan-ostur
  • 2/3 bolli fínt rifinn Pecorino-ostur

Aðferð:

  1. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Takið pastað úr pottinum um það bil 2 mínútum áður en það er tilbúið. Geymið 3/4 bolla af pastavatninu til hliðar.
  2. Bræðið 4 msk. smjör í potti við meðalhita. Bætið pipar við og hrærið vel þar til hann er ristaður, eða í um það bil 1 mínútu.
  3. Setjið 1/2 bolla af pastavatninu á pönnu og náið upp suðu. Bætið pasta og afgangssmjöri út í.
  4. Lækkið hitann og bætið Pecorino-ostinum út í. Hrærið vel með töng þar til osturinn hefur bráðnað, sósan hjúpar pastað og pastað er fullsoðið. Ef sósan virðist þurr er hægt að bæta meira pastavatni við.
  5. Færið pastað yfir í skálar og njótið!
mbl.is