Hjónaband er fyrir tvo - ekki þrjá

Marta María | 13. maí 2023

Hjónaband er fyrir tvo - ekki þrjá

Draumurinn um hina einu sönn ást er ríkur í samfélagi manna. Listamenn heimsins syngja um ástina, túlka hana á leiksviði eða skrifa um hana ódauðleg verk. Lífið verður víst ekki fullkomnað nema fólk finni hinn helminginn af sér. Best af öllu er náttúrlega þegar ástin er það sterk að hún endist til æviloka.

Hjónaband er fyrir tvo - ekki þrjá

Marta María | 13. maí 2023

Draum­ur­inn um hina einu sönn ást er rík­ur í sam­fé­lagi manna. Lista­menn heims­ins syngja um ást­ina, túlka hana á leik­sviði eða skrifa um hana ódauðleg verk. Lífið verður víst ekki full­komnað nema fólk finni hinn helm­ing­inn af sér. Best af öllu er nátt­úr­lega þegar ást­in er það sterk að hún end­ist til æviloka.

Draum­ur­inn um hina einu sönn ást er rík­ur í sam­fé­lagi manna. Lista­menn heims­ins syngja um ást­ina, túlka hana á leik­sviði eða skrifa um hana ódauðleg verk. Lífið verður víst ekki full­komnað nema fólk finni hinn helm­ing­inn af sér. Best af öllu er nátt­úr­lega þegar ást­in er það sterk að hún end­ist til æviloka.

Ást er áhuga­vert fyr­ir­bæri því þegar hún bank­ar upp á þá um­turn­ast til­ver­an. Skyndi­lega fer sól­in að skína skær­ar, lit­irn­ir verða bjart­ari og lífið fær óvænt­an til­gang. Von­ir og vænt­ing­ar verða feit­ar og patt­ara­leg­ar. Leiðin­leg­ir hlut­ir verða skemmti­leg­ir og allt þetta erfiða verður auðveld­ara. Ástin er drif­kraft­ur sem get­ur flutt fjöll og breytt vatni í vín. Það er ein­mitt þess vegna sem fólk þarf að hlúa að ást­inni sinni ef það finn­ur hana. Það er ekki nóg að reyna að hressa hana við með einni og einni helg­ar­ferð. Það þarf að nostra við ást­ina á hverj­um degi og hugsa um hana eins og lít­inn græðling sem vill verða að stórri plöntu.

Þegar ást­in tek­ur hús á fólki þá fer það ekki fram hjá nein­um lif­andi manni. Útlit fólks breyt­ist meira að segja. Það er vegna þess að þegar fólk verður ást­fangið eykst blóðflæðið í lík­am­an­um. Fólk lifn­ar við, verður frísk­legra og spræk­ara. Glamp­inn í aug­un­um eykst og lund­in létt­ist. Ástin virk­ar því svo­lítið eins og víta­mínsprauta.

Þegar fólk er búið að finna þann sem það ætl­ar að fara með á elli­heim­ili er rök­rétt næsta skref að ganga í hjóna­band. Fólk á ekki að láta neitt stoppa sig þegar kem­ur að því atriði. Marga dreym­ir um risa­brúðkaup með kampa­vínst­urni og rapp­ara, 18 hæða tertu, þyrluflugi og öll­um þeim flott­heit­um sem hægt er að kaupa fyr­ir pen­inga. En það er líka hægt að gifta sig bara heima í stofu á nátt­föt­um eða laum­ast til sýslu­manns. Sama hvað hver seg­ir þá verður sam­band al­var­legra þegar fólk ákveður að gifta sig. Hjóna­band er fjár­fest­ing og fólk þarf að vera nokkuð visst í sinni sök ef það þráir að vera sam­skattað með öðru fólki. Með hjóna­bandi lofa pör hvort öðru ýmsu eins og tryggð og trausti. All­ar kann­an­ir sýna að fólk lít­ur á traust sem lyk­il­atriði í hjóna­bandi.

Dí­ana prins­essa heit­in orðaði þetta ágæt­lega á sín­um tíma þegar hún og Karl, sem brátt verður krýnd­ur kon­ung­ur Bret­lands, gengu í gegn­um skilnað. Hún sagði að það væri ekki pláss fyr­ir þrjá í hjóna­bandi. Þá átti hún við þátt Camillu Par­ker Bow­les, sem virðist hafa verið þriðja hjólið í hjóna­bandi Díönu og Karls frá upp­hafi til enda. Við vit­um öll hvernig ástar­ævin­týri Karls og Díönu endaði. Það er ágætt að hafa það bak við eyrað áður en fólk íhug­ar að gera eitt­hvað sem gæti splundrað hjóna­band­inu. Þegar haust­lægðirn­ar hell­ast yfir hjóna­bandið er líka ágætt að rifja upp fyrstu kynn­in og all­ar góðu stund­irn­ar sem hresstu all­ar frum­urn­ar í lík­am­an­um við.

mbl.is