Draumurinn um hina einu sönn ást er ríkur í samfélagi manna. Listamenn heimsins syngja um ástina, túlka hana á leiksviði eða skrifa um hana ódauðleg verk. Lífið verður víst ekki fullkomnað nema fólk finni hinn helminginn af sér. Best af öllu er náttúrlega þegar ástin er það sterk að hún endist til æviloka.
Draumurinn um hina einu sönn ást er ríkur í samfélagi manna. Listamenn heimsins syngja um ástina, túlka hana á leiksviði eða skrifa um hana ódauðleg verk. Lífið verður víst ekki fullkomnað nema fólk finni hinn helminginn af sér. Best af öllu er náttúrlega þegar ástin er það sterk að hún endist til æviloka.
Draumurinn um hina einu sönn ást er ríkur í samfélagi manna. Listamenn heimsins syngja um ástina, túlka hana á leiksviði eða skrifa um hana ódauðleg verk. Lífið verður víst ekki fullkomnað nema fólk finni hinn helminginn af sér. Best af öllu er náttúrlega þegar ástin er það sterk að hún endist til æviloka.
Ást er áhugavert fyrirbæri því þegar hún bankar upp á þá umturnast tilveran. Skyndilega fer sólin að skína skærar, litirnir verða bjartari og lífið fær óvæntan tilgang. Vonir og væntingar verða feitar og pattaralegar. Leiðinlegir hlutir verða skemmtilegir og allt þetta erfiða verður auðveldara. Ástin er drifkraftur sem getur flutt fjöll og breytt vatni í vín. Það er einmitt þess vegna sem fólk þarf að hlúa að ástinni sinni ef það finnur hana. Það er ekki nóg að reyna að hressa hana við með einni og einni helgarferð. Það þarf að nostra við ástina á hverjum degi og hugsa um hana eins og lítinn græðling sem vill verða að stórri plöntu.
Þegar ástin tekur hús á fólki þá fer það ekki fram hjá neinum lifandi manni. Útlit fólks breytist meira að segja. Það er vegna þess að þegar fólk verður ástfangið eykst blóðflæðið í líkamanum. Fólk lifnar við, verður frísklegra og sprækara. Glampinn í augunum eykst og lundin léttist. Ástin virkar því svolítið eins og vítamínsprauta.
Þegar fólk er búið að finna þann sem það ætlar að fara með á elliheimili er rökrétt næsta skref að ganga í hjónaband. Fólk á ekki að láta neitt stoppa sig þegar kemur að því atriði. Marga dreymir um risabrúðkaup með kampavínsturni og rappara, 18 hæða tertu, þyrluflugi og öllum þeim flottheitum sem hægt er að kaupa fyrir peninga. En það er líka hægt að gifta sig bara heima í stofu á náttfötum eða laumast til sýslumanns. Sama hvað hver segir þá verður samband alvarlegra þegar fólk ákveður að gifta sig. Hjónaband er fjárfesting og fólk þarf að vera nokkuð visst í sinni sök ef það þráir að vera samskattað með öðru fólki. Með hjónabandi lofa pör hvort öðru ýmsu eins og tryggð og trausti. Allar kannanir sýna að fólk lítur á traust sem lykilatriði í hjónabandi.
Díana prinsessa heitin orðaði þetta ágætlega á sínum tíma þegar hún og Karl, sem brátt verður krýndur konungur Bretlands, gengu í gegnum skilnað. Hún sagði að það væri ekki pláss fyrir þrjá í hjónabandi. Þá átti hún við þátt Camillu Parker Bowles, sem virðist hafa verið þriðja hjólið í hjónabandi Díönu og Karls frá upphafi til enda. Við vitum öll hvernig ástarævintýri Karls og Díönu endaði. Það er ágætt að hafa það bak við eyrað áður en fólk íhugar að gera eitthvað sem gæti splundrað hjónabandinu. Þegar haustlægðirnar hellast yfir hjónabandið er líka ágætt að rifja upp fyrstu kynnin og allar góðu stundirnar sem hresstu allar frumurnar í líkamanum við.