Sólveig Eiríksdóttir, eða Solla eins og hún er oftast kölluð, ákvað að dusta rykið af gömlu sér og fara að halda matreiðslunámskeið á ný eftir nokkurt hlé. Á námskeiðunum býður hún fólki heim til sín og kennir því að borða meira grænmeti án þess að það komi niður á bragðinu. Námskeiðin heldur hún ásamt Hildi Ársælsdóttur, dóttur sinni.
Sólveig Eiríksdóttir, eða Solla eins og hún er oftast kölluð, ákvað að dusta rykið af gömlu sér og fara að halda matreiðslunámskeið á ný eftir nokkurt hlé. Á námskeiðunum býður hún fólki heim til sín og kennir því að borða meira grænmeti án þess að það komi niður á bragðinu. Námskeiðin heldur hún ásamt Hildi Ársælsdóttur, dóttur sinni.
Sólveig Eiríksdóttir, eða Solla eins og hún er oftast kölluð, ákvað að dusta rykið af gömlu sér og fara að halda matreiðslunámskeið á ný eftir nokkurt hlé. Á námskeiðunum býður hún fólki heim til sín og kennir því að borða meira grænmeti án þess að það komi niður á bragðinu. Námskeiðin heldur hún ásamt Hildi Ársælsdóttur, dóttur sinni.
„Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að halda námskeið og eftir ansi langt hlé þá fannst mér kominn tími til að binda á mig svuntuna og fara af stað með splunkuný námskeið. Síðastliðin ár höfum við Hildur unnið mikið saman og eigum sameiginlegt áhugamál: Grænmeti. Okkur mæðgurnar langar mikið að hvetja sem flesta til að borða meira grænmeti, því það er í svo miklu uppáhaldi hjá okkur. Nú vitum við að við Íslendingar borðum almennt ekki jafn mikið af grænmeti og ávöxtum og okkur er ráðlagt, svo okkur langaði til að sýna hversu gott það er. Við hugsum námskeiðin fyrir alla sem langar að fá innblástur til að borða meira grænt, hvort sem fólk er vegan eða alætur.
Ástæðan fyrir því að við ákváðum að halda námskeiðin heima hjá mér er að okkur langaði að búa til alveg nýja tegund af námskeiðum. Við leggjum mikið upp úr að hafa afslappaða og skemmtilega stemningu, aðal atriðið er auðvitað sýnikennsla og fræðsla, en okkur finnst líka mikilvægt að fólk fái nóg að smakka og upplifunin á námskeiðinu minnir jafnvel á blöndu af margrétta matarboði og að fara út að borða, og svo fá þátttakendur fullt af nýjum uppskriftum með sér heim,“ segir Solla.
Aðspurð um uppskriftirnar segir Solla að ekki sé um endurtekið efni að ræða heldur séu allar uppskriftirnar nýjar.
„Þetta námskeið er í rauninni mjög ólíkt þeim sem ég hélt hér í den, alveg ný tegund af námskeiði. Það eru einmitt margir að koma aftur sem komu fyrir mörgum árum og þau tala um að þau séu að læra allskonar nýtt. Hér áður var kannski meiri áhersla á að gera allt alveg frá grunni og oft voru réttirnir aðeins flóknari, núna erum við að leggja áherslu á einfalt, hollt og umfram allt rosalega bragðgott.
Ég verð oft vör við að fólk heldur að það sé flókið eða tímafrekt að elda grænmetismat, en okkur langar einmitt að leiðrétta þetta, og sýna hversu einfalt og skemmtilegt þetta er. Við erum forvitnar, viljum fylgjast með tíðarandanum og höfum áhuga á að prufa ný krydd og búa til ný brögð, en það sem okkur finnst alltaf mikilvægast er að maturinn sé ljúffengur, okkur finnst svo gaman að borða, og maturinn þarf bara að vera góður, annars er ekkert gaman. Ég er búin að vera að elda grænmeti í svo mörg ár, svo ég á ýmis trix upp í erminni. Og það er gaman að geta komið fólki á óvart, jafnvel þeim sem eru vanir að elda. Grænmeti getur nefnilega verið svo dásamlega gott.“
Hvað finnst þér vera mest móðins í grænmetis heiminum þessa dagana?
„Mér finnst baunir vera að koma sterkar inn, og vera notaðar á fjölbreyttari hátt en oft áður. Við nýtum okkur það og notum baunir á mjög spennandi hátt á námskeiðinu.“
Er eitthvað sem fólk úti í heimi er að borða sem við erum ekki að gera hér á Íslandi?
„Ætli það sé ekki bara möguleikinn á að borða í takti við árstíðirnar. Við borðum vissulega eftir árstíðunum á Íslandi en ekki á sama hátt eins og í löndum þar sem hitastigið er nokkrum gráðum hærra og úrvalið fjölbreyttara. Fyrir nokkrum árum þegar ég bjó í Kaupmannahöfn áttaði ég mig á hvað í alvörunni þýðir að borða árstíðabundið. Á vorin var allt vaðandi í rabarbara í smá tíma, svo tóku ertur við, þar á eftir aspas, svo radísur, salat og koll af kolli,“ segir hún.
Hvernig er hægt að auka hollustu án þess að það taki hálfan daginn að elda kvöldmatinn?
„Þetta er einmitt svolítið inntakið í námskeiðinu okkar. Að kenna skemmtileg og fjölbreytt trix sem við höfum þróað í gegnum árin til að auðvelda fólki að elda grænmeti á einfaldan hátt og þannig að auka grænmetisneyslu, án þess að þetta taki allan daginn.“
Hvernig getur fólk skipulagt innkaupin þannig að allt verði auðveldara?
„Aðal trikkið er síðan að búa til matseðil fyrir vikuna. Matseðillinn er líka lykillinn að því að skipuleggja og auðvelda innkaupin og gera þau hagkvæmari og minnka matarsóun.“
Hver er þinn uppáhaldsmatur akkúrat núna?
„Akkúrat núna er grillað brokkolíní með góðri sósu uppáhalds maturinn minn.“
Fyrir gulræturnar
Aðferð
Aðferð
Aðferð
Hvernig er þessu raðað saman?
Setjið á disk: fetaþeytinginn, kjúklingabaunirnar og gulræturnar. Gott að bera fram með smá pestó ef þið eigið það til.