Bannað að leggja

Bannað að leggja

Þegar er bannað að leggja við Austurstræti vegna leiðtogafundarins sem mun hefjast á morgun. Lagt var tímabundið bann á bílastæði við götuna í gær og mun bannið standa til fimmtudags, þann 18. maí.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að ætlast megi til að leiðtogafundurinn hafi áhrif á daglegt líf íbúa á höfuðborgarsvæðinu æstu daga.

Af öryggisástæðum verða götur í kringum Hörpu lokaðar fyrir umferð ökutækja meðan á fundinum stendur. Hægt verður að fara um svæðið gangandi og á hjóli. Þetta á hins vegar ekki við um svæðið næst Hörpu, sem verður lokað almenningi.

Bannað að leggja

Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Hörpu | 15. maí 2023

Áhrif leiðtogafundarins eru þegar farin að gera við sig vart. …
Áhrif leiðtogafundarins eru þegar farin að gera við sig vart. Bannað verður að leggja við Austurstræti þar til á fimmtudag, 18. maí. Ljósmynd/Lögreglan

Þegar er bannað að leggja við Austurstræti vegna leiðtogafundarins sem mun hefjast á morgun. Lagt var tímabundið bann á bílastæði við götuna í gær og mun bannið standa til fimmtudags, þann 18. maí.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að ætlast megi til að leiðtogafundurinn hafi áhrif á daglegt líf íbúa á höfuðborgarsvæðinu æstu daga.

Af öryggisástæðum verða götur í kringum Hörpu lokaðar fyrir umferð ökutækja meðan á fundinum stendur. Hægt verður að fara um svæðið gangandi og á hjóli. Þetta á hins vegar ekki við um svæðið næst Hörpu, sem verður lokað almenningi.

Þegar er bannað að leggja við Austurstræti vegna leiðtogafundarins sem mun hefjast á morgun. Lagt var tímabundið bann á bílastæði við götuna í gær og mun bannið standa til fimmtudags, þann 18. maí.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að ætlast megi til að leiðtogafundurinn hafi áhrif á daglegt líf íbúa á höfuðborgarsvæðinu æstu daga.

Af öryggisástæðum verða götur í kringum Hörpu lokaðar fyrir umferð ökutækja meðan á fundinum stendur. Hægt verður að fara um svæðið gangandi og á hjóli. Þetta á hins vegar ekki við um svæðið næst Hörpu, sem verður lokað almenningi.

Gera má ráð fyrir ýmsum umferðartöfum um höfuðborgarsvæðið vegna aksturs sendinefnda í lögreglufylgd til og frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli. Áhrifin verða hvað mest síðdegis bæði morgun og á miðvikudag.

Lögregla biðlar til vegfarenda á höfuðborgarsvæðinu að áætla lengri ferðatíma en venjulega til að aka á milli staða dagana sem leiðtogafundurinn fer fram. Sama eigi við um þá sem hyggjast aka um Reykjanesbraut, á milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins þessa sömu daga og ekki síst flugfarþega.

Engar almenningssamgöngur verða innan lokunarsvæðisins og Strætó mun aka eftir breyttum akstursleiðum á meðan á lokuninni stendur, það er frá kl. 21.00 mánudaginn 15. maí til kl. 19.00 miðvikudaginn 17. maí.

mbl.is