Áhrif byggðar verði rannsökuð frekar

Reykjavíkurflugvöllur | 16. maí 2023

Áhrif byggðar verði rannsökuð frekar

Borgarfulltrúar Sjálfstæðis­flokksins leggja til á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag, að farið verði í ítarlegri rannsóknir á áhrifum nýrrar byggðar í Skerjafirði á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar.

Áhrif byggðar verði rannsökuð frekar

Reykjavíkurflugvöllur | 16. maí 2023

Staðsetning Reykjavíkurflugvallar er þrætuepli.
Staðsetning Reykjavíkurflugvallar er þrætuepli. mbl.is/Árni Sæberg

Borgarfulltrúar Sjálfstæðis­flokksins leggja til á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag, að farið verði í ítarlegri rannsóknir á áhrifum nýrrar byggðar í Skerjafirði á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðis­flokksins leggja til á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag, að farið verði í ítarlegri rannsóknir á áhrifum nýrrar byggðar í Skerjafirði á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar.

Er í tillögunni vísað í niðurstöður nýútkominnar skýrslu þar sem séu ábendingar um margvíslegar ítarlegar rannsóknir sem fram þyrftu að fara til að fá gleggri mynd af áhrifum viðbótarbyggðar á flug- og rekstraröryggi vallarins. Í lokaorðum skýrslunnar segi skýrsluhöfundar að þeim hafi ekki gefist tími til að vinna annað meginverkefni sitt, að gera flugfræðilega rannsókn og því sé nauðsynlegt að slík rannsókn verði unnin á fullnægjandi hátt.

Í greinargerð með tillögunni er einnig vísað til ályktunar öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna þar sem bent er á nauðsyn þess að meta áhrif byggðar á vindafar og brautar­skilyrði.

mbl.is