Áhugafólk um körfubolta gleðst

Áhugafólk um körfubolta gleðst

Við fáum einn úrslitaleik í viðbót. Yfir því gleðst eflaust allt áhugafólk um körfubolta, nema stuðningsfólk Tindastóls sem að sjálfsögðu vildi fá Íslandsbikarinn á loft í Síkinu í gærkvöld.

Áhugafólk um körfubolta gleðst

Úrslitaeinvígi Vals og Tindastóls | 16. maí 2023

Stuðningsmenn Tindastóls láta í sér heyra í gærkvöldi.
Stuðningsmenn Tindastóls láta í sér heyra í gærkvöldi. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Við fáum einn úrslitaleik í viðbót. Yfir því gleðst eflaust allt áhugafólk um körfubolta, nema stuðningsfólk Tindastóls sem að sjálfsögðu vildi fá Íslandsbikarinn á loft í Síkinu í gærkvöld.

Við fáum einn úrslitaleik í viðbót. Yfir því gleðst eflaust allt áhugafólk um körfubolta, nema stuðningsfólk Tindastóls sem að sjálfsögðu vildi fá Íslandsbikarinn á loft í Síkinu í gærkvöld.

Það gekk ekki eftir, Valsmenn sýndu styrk sinn og knúðu fram annan sigur á erfiðasta útivelli landsins þrátt fyrir að Tindastóll skoraði 38 stig í ótrúlegum fyrsta leikhluta.

Dálítið sárt fyrir Stólana sem eru í þessu sama einvígi búnir að vinna tvisvar á Hlíðarenda. Að tveir slíkir sigrar hafi ekki fært liðinu Íslandsmeistaratitilinn er eiginlega með ólíkindum, en að sama skapi segir það sitt um karakter Valsmanna og sigurhefð Finns Freys Stefánssonar þjálfara að þeir séu tvívegis búnir að svara fyrir ósigra á heimavelli í þessu einvígi.

Þar með er komin upp nákvæmlega sama staða og í fyrra þegar Valsmenn höfðu betur í oddaleik liðanna og unnu magnaðan sigur á heimavelli sínum á Hlíðarenda.

Bakvörðinn má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

mbl.is