Markmiðið að kveikja í stúkunni

Markmiðið að kveikja í stúkunni

Hinn 15 ára gamli Hlífar Óli Dagsson hefur séð um leikmannakynningar hjá körfuknattleiksliði Tindastóls undanfarin tvö ár.

Markmiðið að kveikja í stúkunni

Úrslitaeinvígi Vals og Tindastóls | 16. maí 2023

Hlífar Óli Dagsson er einungis 15 ára gamall en hann …
Hlífar Óli Dagsson er einungis 15 ára gamall en hann sér um leikmannakynningar Tindastóls í Síkinu. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Hinn 15 ára gamli Hlífar Óli Dagsson hefur séð um leikmannakynningar hjá körfuknattleiksliði Tindastóls undanfarin tvö ár.

Hinn 15 ára gamli Hlífar Óli Dagsson hefur séð um leikmannakynningar hjá körfuknattleiksliði Tindastóls undanfarin tvö ár.

Hann fór á kostum í gær þegar Tindastóll tók á móti Val í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins og kynnti leikmenn Tindastóls til leiks með miklum tilþrifum.

Þetta var síðasti leikur Tindastóls á heimavelli á tímabilinu og Hlífar Óli er því kominn í sumarfrí að sinni en Tindastóll og Valur mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda á fimmtudaginn kemur.

Stuðningsmenn Tindastóls.
Stuðningsmenn Tindastóls. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

„Ég elska körfubolta og ég er búinn að fylgjast vel með íþróttinni frá því að ég var sjö ára gamall. Ég sat alltaf með hörðustu stuðningsmönnum liðsins, fyrir miðju vallarins, og var alltaf brjálaður á öllum leikjum,“ sagði Hlífar Óli.

Hlífar er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Tindastóls og var honum vel fagnað þegar hann steig út á gólfið í gær.

„Þetta hefur gengið mjög vel hjá mér og ég hef aldrei fundið fyrir neinu stressi. Þegar ég horfi yfir stúkuna þá þekki ég flesta þar og það hjálpar klárlega því ég finn vel fyrir stuðningnum frá þeim. Sjálfum finnst mér gott að mæta snemma og finna fyrir stemningunni áður en ég kynni leikmennina til leiks. Ég mæti svo bara brjálaður út á gólfið og mitt helsta markmið er að kveikja í húsinu,“ bætti Hlífar Óli við í samtali við Morgunblaðið.

mbl.is