Tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að farið verði í ítarlegri rannsóknir á áhrifum nýrrar byggðar í Skerjafirði á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar, var vísað frá á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag.
Tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að farið verði í ítarlegri rannsóknir á áhrifum nýrrar byggðar í Skerjafirði á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar, var vísað frá á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag.
Tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að farið verði í ítarlegri rannsóknir á áhrifum nýrrar byggðar í Skerjafirði á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar, var vísað frá á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag.
Í tillögunni var vísað í niðurstöður nýútkominnar skýrslu þar sem eru ábendingar um margvíslegar ítarlegar rannsóknir sem fram þyrftu að fara til að fá gleggri mynd af áhrifum viðbótarbyggðar á flug- og rekstraröryggi vallarins.
Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, lagði frávísunartillöguna fram. Sagði hann að Isavia og Veðurstofunni hefði verið falið að vinna úr umræddum gögnum, og því þætti honum ótækt að Reykjavíkurborg tæki það verkefni af þeim.
Í atkvæðagreiðslu greiddu fulltrúar meirihlutaflokkanna og fulltrúi VG atkvæði með frávísunartillögunni, fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins greiddu atkvæði gegn henni en fulltrúar Sósíalistaflokksins sátu hjá.