Ljúffengt enchiladas að hætti Guðrúnar Veigu

Uppskriftir | 17. maí 2023

Ljúffengt enchiladas að hætti Guðrúnar Veigu

Áhrifavaldurinn góðkunni, Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, töfraði á dögunum fram ljúffengar enchiladas og deildi uppskriftinni með fylgjendum sínum á Instagram.

Ljúffengt enchiladas að hætti Guðrúnar Veigu

Uppskriftir | 17. maí 2023

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir deildi ljúffengri uppskrift með fylgjendum sínum á …
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir deildi ljúffengri uppskrift með fylgjendum sínum á dögunum. Samsett mynd

Áhrifavaldurinn góðkunni, Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, töfraði á dögunum fram ljúffengar enchiladas og deildi uppskriftinni með fylgjendum sínum á Instagram.

Áhrifavaldurinn góðkunni, Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, töfraði á dögunum fram ljúffengar enchiladas og deildi uppskriftinni með fylgjendum sínum á Instagram.

Rétturinn er í senn einfaldur og bragðgóður, en það besta er þó hve auðvelt það er að leika sér með mismunandi hráefni. 

Enchiladas að hætti Guðrúnar Veigu

Hráefni:

  • 1 pakki af nautahakki
  • 1 dós af nýrnabaunum
  • 1 bréf taco-krydd
  • Góð skvetta af Siracha-sósu
  • 2-3 msk salsasósa
  • Blaðlaukur
  • Tortilla-pönnukökur
  • Rifinn ostur
  • Ostasósa
  • Sýrður rjómi
  • Guacamole (tilbúið eða heimagert)
  • Nachos-flögur

Aðferð:

  1. Byrjaðu á því að hita ofninn á 180°C.
  2. Hitaðu pönnu á miðlungsháum hita. Settu hakk út á pönnuna og steiktu ásamt taco-kryddi, góðri skvettu af Siracha-sósu, 2-3 msk salsasósu, nýrnabaunum og blaðlauk.
  3. Taktu tortilla-pönnukökur og smyrðu þær með ostasósu áður en hakkblöndunni er bætt inn í pönnukökuna og rifnum osti stráð yfir.
  4. Rúllaði pönnukökurnar upp og raðaðu þeim í eldfast mót. 
  5. Bættu rifnum osti yfir pönnukökurnar og settu eldfasta mótið inn í ofn þar til osturinn ofan á pönnukökunum hefur bráðnað. 
  6. Berðu fram ljúffengar enchiladas með nachos-flögum, salsasósu, sýrðum rjóma og guacamole. 
View this post on Instagram

A post shared by Guðrún Veiga (@gveiga85)

mbl.is