Úkraína hefur þegar lagt hald á umtalsverðar eignir sem tilheyrðu Rússum og ætlar með þeim eignum að útbúa tjónasjóð og hefjast handa við að greiða út bætur til Úkraínumanna sem hafa orðið fyrir tjóni vegna innrásar Rússa í landið.
Úkraína hefur þegar lagt hald á umtalsverðar eignir sem tilheyrðu Rússum og ætlar með þeim eignum að útbúa tjónasjóð og hefjast handa við að greiða út bætur til Úkraínumanna sem hafa orðið fyrir tjóni vegna innrásar Rússa í landið.
Úkraína hefur þegar lagt hald á umtalsverðar eignir sem tilheyrðu Rússum og ætlar með þeim eignum að útbúa tjónasjóð og hefjast handa við að greiða út bætur til Úkraínumanna sem hafa orðið fyrir tjóni vegna innrásar Rússa í landið.
Hluti af þessari vinnu felur í sér að skrá tjón af völdum innrásarinnar innanlands og hefur þegar verið sett á laggirnar einskonar tjónaskrá þar sem verður svo tengd við fyrirhugaða alþjóðlega tjónaskrá sem flest öll ríki Evrópuráðsins undirrituðu yfirlýsingu um að koma á koppinn á leiðtogafundinum í Hörpu. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Denis Maliuska, dómsmálaráðherra Úkraínu, þegar hann ræddi við íslenska blaðamenn í Hörpu í dag.
Maliuska sagði að meðal annars hefði verið lagt hald á eignir rússneskra olígarka og hátt settra Rússa sem studdu árásina. Næsta skref er svo að koma á laggirnar tjónamatsnefnd sem mun meta tjón innlendra aðila eða einstaklinga og skoða með dreifingu á tjónagreiðslum. Felur það meðal annars í sér að skoða hvaða kröfur séu réttmætar.
Sagði Maliuska að Alþjóðabankinn hefði þegar staðfest mat á tjóni upp á hundruð milljarða Bandaríkjadala, en að ef allt væri tekið með væri auðvelt að reikna sig nú þegar upp í eina billjón Bandaríkjadala (1.000 milljarða). Sé því snarað í íslenskt samhengi nemur sú upphæð um 141.000 milljörðum íslenskra króna, eða meira en 37 föld landsframleiðsla Íslands.
Sagði hann að miðað við þann fjölda sem hefði þjáðst og upphæðir sem vitað væri um væri það ekki réttlátt að láta byrðar enduruppbyggingarinnar sitja á herðum skattgreiðenda í Úkraínu og Evrópu. „Rússland skal borga, engin spurning um það,“ sagði Maliuska.
Nefndi hann líka mikilvægi þess að koma á laggirnar glæpadómstól sem gæti rannsakað og sótt til saka Rússa vegna innrásarinnar. Var það einnig niðurstaða leiðtogafundarins að styrkja ætti þá vinnu Evrópuráðsins að stofna slíkan glæpadómstól. Sagði Maliuska þetta mikilvægt þar sem Rússar hefðu ekki samþykkt Rómarsáttmálann og því hefði Alþjóðadómstóllinn í Haag lögsögu í málinu.
Maliuska lagði áherslu á að bæði innlenda tjónaskráin og sú alþjóðlega sem Evrópuráðið ætlar að koma á laggirnar verði tengdir saman, en að þeir væru engu að síður mismunandi eðlis.
Sex ríki höfðu ekki undirritað yfirlýsingu um tjónaskrána að fundi loknum, meðal annars nágrannaríki þeirra Ungverjaland. Spurður um þá stöðu sagði Maliuska að Úkraína muni vinna með og tala við Ungverja. Sagði hann ríkið þó ekki hafa reynt að koma í veg fyrir að farið yrði í ferlið. Var hann bjartsýnn á stuðning þeirra í þessu máli á næstunni og sagði að þó að stuðningur Ungverja sé ekki nauðsynlegur þá sé hann m.a. móralskur. „Við gerum ráð fyrir að allir nágrannar okkar muni skrifa undir,“ sagði hann. „Nema Rússar og Hvíta Rússland þangað til og þegar þeir verða sigraðir. Þegar þeir verða sigraðir munu þeir skrifa undir – ný ríkisstjórn og nýtt fólk.“