Vilja skýrar reglur eftir björgunarafrek

Öryggi sjófarenda | 17. maí 2023

Vilja skýrar reglur eftir björgunarafrek

Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að nauðsynlegt sé að í reglugerðum verði ákvæði um að þeir sem sinna störfum á þilfari og á þeim stöðum í skipi þar sem hætta er á að menn geti fallið útbyrðis séu ávallt búnir uppblásanlegu björgunarvesti með neyðarsendi.

Vilja skýrar reglur eftir björgunarafrek

Öryggi sjófarenda | 17. maí 2023

Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur engan vafa um að björgunarvesti með sendingarbúnaði …
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur engan vafa um að björgunarvesti með sendingarbúnaði hafi gert það að verkaum að vel gekk að bjarga skipverja á Víkingi AK sem féll útbyrðis. Ljósmynd/Börkur Kjartansson

Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að nauðsynlegt sé að í reglugerðum verði ákvæði um að þeir sem sinna störfum á þilfari og á þeim stöðum í skipi þar sem hætta er á að menn geti fallið útbyrðis séu ávallt búnir uppblásanlegu björgunarvesti með neyðarsendi.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að nauðsynlegt sé að í reglugerðum verði ákvæði um að þeir sem sinna störfum á þilfari og á þeim stöðum í skipi þar sem hætta er á að menn geti fallið útbyrðis séu ávallt búnir uppblásanlegu björgunarvesti með neyðarsendi.

Nefndin beinir tillögu þess efnis til Samgöngustofu og innviðaráðuneytisins í skýrslu sinni vegna atviks þar sem sjómaður á Víkingi AK-100 féll útbyrðis þegar skipið var á loðnuveiðum í mars 2022.

Skipverjinn hafði flækst í fallhlífinni sem dregur út veiðarfæri skipsins og féll því í sjóinn þegar henni var sleppt. Ítarlegt viðtal tekið við skipverjan Albert Pál Albertsson um atvikið í apríl á síðasta ári.

Þegar hann féll útbyrðis var Albert Páll klæddur uppblásanlegu björgunarvesti með neyðarsendi af sem sendi út merki í sjálfvirkt auðkenningakerfi skipa. Rannsóknarnefndin „telur engan vafa leika á því að björgunarvestið, búið neyðarsendi, skipti sköpum um það hversu vel tókst til við björgun skipverjans,“ að því er segir í skýrslunni.

mbl.is