„Ég er mjög stressaður en ég er svona að reyna drekka það úr mér,“ sagði Sævar Jónatansson, stuðningsmaður Tindastóls í samtali við mbl.is á Ölveri í Reykjavík í dag.
„Ég er mjög stressaður en ég er svona að reyna drekka það úr mér,“ sagði Sævar Jónatansson, stuðningsmaður Tindastóls í samtali við mbl.is á Ölveri í Reykjavík í dag.
„Ég er mjög stressaður en ég er svona að reyna drekka það úr mér,“ sagði Sævar Jónatansson, stuðningsmaður Tindastóls í samtali við mbl.is á Ölveri í Reykjavík í dag.
„Ég er kominn á fimmta bjór og stressið er að hverfa. Eftir einn í viðbót þá hætti ég að vera stressaður og þá verður þetta vonandi bara gaman.
Ég er hins vegar alltaf í góðum gír í stúkunni sama hvað og mesta stressið og vesenið í kringum þessa leiki er að redda sér miða myndi ég segja.
Eins og staðan er í dag þá er ég stuðningsmaður Tindastól númer þrjú og eitt það besta við að tilheyra Grettismönnum er þurfa ekki að redda sér miða fyrir alla leiki núna,“ sagði Sævar.
En eru stuðningsmenn Tindastóls með einhverja leikdagsrútínu?
„Leikdagsrútínan hefur verið, hingað til, að drekka nógu helvíti mikið af bjór þannig að ég myndi segj að það sé rútínan í dag líka,“ bætti Sævar við í léttum tón.