Bæði lið eiga bikarinn skilið

Bæði lið eiga bikarinn skilið

„Þetta leggst hrikalega vel í mig, ég er spenntur og ég hlakka mikið til,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, í samtali við Morgunblaðið.

Bæði lið eiga bikarinn skilið

Úrslitaeinvígi Vals og Tindastóls | 18. maí 2023

Finnur Freyr Stefánsson
Finnur Freyr Stefánsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta leggst hrikalega vel í mig, ég er spenntur og ég hlakka mikið til,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, í samtali við Morgunblaðið.

„Þetta leggst hrikalega vel í mig, ég er spenntur og ég hlakka mikið til,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, í samtali við Morgunblaðið.

„Við erum búnir að takast á við allskonar hindranir í úrslitakeppninni hingað til. Við höfum lent undir í öllum seríunum og okkur tókst að koma til baka eftir að hafa lent 0:2 undir gegn Þór frá Þorlákshöfn sem dæmi.

Það er komin ákveðin þrautseigja í liðið núna og það er minna um eitthvert óðagot og panik, ef svo má segja. Andlegur styrkur liðsins hefur aukist mikið,“ sagði Finnur.

Líkt og í ár fór úrslitaeinvígið alla leið í oddaleik á síðustu leiktíð og þá voru það Valsmenn sem höfðu betur á Hlíðarenda – en mun reynsla Vals frá síðasta einvígi nýtast þeim í kvöld?

„Ég veit það satt besta að segja ekki. Um leið og þú ferð að horfa til baka og halda að þú sért með eitthvert frumkvæði út af einhverju sem gerðist í fortíðinni, þá kann það ekki góðri lukku að stýra, held ég.

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

mbl.is