Fullkominn tími til að kalla þetta gott

Fullkominn tími til að kalla þetta gott

„Þetta er búinn að vera langþráður titill,“ sagði Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, í samtali við mbl.is eftir að hann varð Íslandsmeistari í körfubolta í fyrsta sinn.

Fullkominn tími til að kalla þetta gott

Úrslitaeinvígi Vals og Tindastóls | 18. maí 2023

Helgi fagnar vel með Axel Kárasyni, vini sínum og samherja.
Helgi fagnar vel með Axel Kárasyni, vini sínum og samherja. mbl.is/Óttar Geirsson

„Þetta er búinn að vera langþráður titill,“ sagði Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, í samtali við mbl.is eftir að hann varð Íslandsmeistari í körfubolta í fyrsta sinn.

„Þetta er búinn að vera langþráður titill,“ sagði Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, í samtali við mbl.is eftir að hann varð Íslandsmeistari í körfubolta í fyrsta sinn.

Helgi hefur leikið með Tindastóli allan ferilinn og fagnaði nú loks þeim stóra, 21 ári eftir að hafa leikið sinn fyrsta leik með meistaraflokki. Helgi hefur nú lagt skóna á hilluna og óhætt er að segja að hann hafi hætt á toppnum.

„Þetta var minn síðasti leikur og það er gott að geta endað þetta svona. Ég vil þakka fólkinu í kringum mig, konunni minni, fjölskyldunni og stuðningsfólkinu kærlega fyrir mig.

Þetta er búið að vera geggjað og frábært að fá að vera partur af þessari gleði. Þetta er fullkominn tími til að kalla þetta gott,“ sagði hann.

Helgi var allan tímann á bekknum í kvöld, en lét mikið fyrir sér fara og var duglegur að hvetja sitt lið áfram. „Maður er orðinn vanur og nú er ég í öðru hlutverki. Ég kláraði það og þetta fór mjög vel,“ sagði Helgi Rafn.

mbl.is