Mamman þvær búningana og pabbinn með Tindastóll TV

Mamman þvær búningana og pabbinn með Tindastóll TV

„Þessi leikur leggst rosalega vel í mig og ég hef fulla trú á mínum mönnum,“ sagði Sigríður Inga Viggósdóttir, systir Helga Rafns Viggóssonar leikmanns Tindastóls, í samtali við mbl.is fyrir utan Ölver í Reykjavík í dag.

Mamman þvær búningana og pabbinn með Tindastóll TV

Úrslitaeinvígi Vals og Tindastóls | 18. maí 2023

Sigríður Inga Viggósdóttir.
Sigríður Inga Viggósdóttir. mbl.is/Binni

„Þessi leikur leggst rosalega vel í mig og ég hef fulla trú á mínum mönnum,“ sagði Sigríður Inga Viggósdóttir, systir Helga Rafns Viggóssonar leikmanns Tindastóls, í samtali við mbl.is fyrir utan Ölver í Reykjavík í dag.

„Þessi leikur leggst rosalega vel í mig og ég hef fulla trú á mínum mönnum,“ sagði Sigríður Inga Viggósdóttir, systir Helga Rafns Viggóssonar leikmanns Tindastóls, í samtali við mbl.is fyrir utan Ölver í Reykjavík í dag.

„Þetta er mjög sérstakur leikur fyrir mig persónulega því Helgi Rafn er að spila sinn síðasta leik í kvöld. Leikurinn hefur því mikið tilfinningalegt gildi fyrir mig og mína fjölskyldu.

Hann er frábær fyrirmynd og í raun ótrúlegt að hann sé enn þá í þessu og hann gæti það aldrei án þess að eiga góða konu. Það hefur verið gaman að fylgja honum eftir öll þessi ár og fjölskyldan okkar er svo sannarlega með honum í þessu.

Mamma sér um að þvo búningana og pabbi er með Tindastóll TV þannig að þetta er fjölskyldubatterí ef svo má segja.

Það er spurning hvort við skellum okkur ekki bara til útlanda á næsta ári, eins og venjulegar fjölskyldur gera,“ bætti Sigríður Inga við í samtali við mbl.is.

Helgi Rafn Viggósson leikur sinn síðasta leik á ferlinum í …
Helgi Rafn Viggósson leikur sinn síðasta leik á ferlinum í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason
mbl.is