Þeir skulda engum neitt

Þeir skulda engum neitt

​„Þessi leikur verður eitthvað og núna snýst þetta meira um það hvernig hausinn á mönnum verður innstilltur, frekar en einhvern sérstakan undirbúning,“ sagði Pavel Ermolisnkij, þjálfari Tindastóls, í samtali við Morgunblaðið.

Þeir skulda engum neitt

Úrslitaeinvígi Vals og Tindastóls | 18. maí 2023

Pavel Ermolinskij ræðir við sitt lið.
Pavel Ermolinskij ræðir við sitt lið. mbl.is/Hákon Pálsson

​„Þessi leikur verður eitthvað og núna snýst þetta meira um það hvernig hausinn á mönnum verður innstilltur, frekar en einhvern sérstakan undirbúning,“ sagði Pavel Ermolisnkij, þjálfari Tindastóls, í samtali við Morgunblaðið.

​„Þessi leikur verður eitthvað og núna snýst þetta meira um það hvernig hausinn á mönnum verður innstilltur, frekar en einhvern sérstakan undirbúning,“ sagði Pavel Ermolisnkij, þjálfari Tindastóls, í samtali við Morgunblaðið.

„Við þurfum fyrst og fremst að mæta og spila okkar leik. Ég reikna ekki með því að ég muni njóta mín eitthvað sérstaklega á morgun þar sem þetta verður að öllum líkindum bara stress og erfitt. Það kemur að því að maður kemur upp úr vatninu og áttar sig á því hversu heppinn maður er að fá að taka þátt í svona gjörningum,“ sagði Pavel.

Pavel hefur sjö sinnum orðið Íslandsmeistari sem leikmaður, sex sinnum með KR og loks með Valsmönnum á síðustu leiktíð.

„Mitt starf er fyrst og fremst að undirbúa strákana eins og best verður á kosið ef svo má segja. Það er mitt hlutverk að koma þeim á réttan stað, andlega sérstaklega. Þegar allt kemur til alls snýst þetta fyrst og fremst um leikmennina og þetta er í þeirra höndum.“

Viðtalið má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu sem kom út í morgun. 

mbl.is