Þetta er fyrir allan Sauðárkrók

Þetta er fyrir allan Sauðárkrók

„Það eru miklar tilfinningar í gangi núna. Þetta er sturlað,“ sagði Keyshawn Woods í samtali við mbl.is eftir að hann tryggði Tindastóli Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta skipti í sögu félagsins.

Þetta er fyrir allan Sauðárkrók

Úrslitaeinvígi Vals og Tindastóls | 18. maí 2023

Woods með bikarinn í leikslok.
Woods með bikarinn í leikslok. mbl.is/Óttar Geirsson

„Það eru miklar tilfinningar í gangi núna. Þetta er sturlað,“ sagði Keyshawn Woods í samtali við mbl.is eftir að hann tryggði Tindastóli Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta skipti í sögu félagsins.

„Það eru miklar tilfinningar í gangi núna. Þetta er sturlað,“ sagði Keyshawn Woods í samtali við mbl.is eftir að hann tryggði Tindastóli Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta skipti í sögu félagsins.

Woods skoraði 33 stig í leiknum og voru þrjú síðustu af vítalínunni í blálokin, sem kom Tindastóli í 82:81, sem urðu lokatölur.

„Ég var rólegur. Ég vissi að ég myndi setja þau niður. Ég minnti sjálfan mig á að guð myndi sjá um þetta með mér og þá erum við í góðum málum,“ sagði Woods.

Woods ætlar að fagna í kvöld, en gengur hægt um gleðinnar dyr, þar sem hann á flug heim til Bandaríkjanna strax á morgun.

„Þetta er í fyrsta skipti sem þetta lið verður meistari. Þetta er fyrir þau. Þetta er fyrir allan Sauðárkrók. Þau geta fagnað, en ég verð að fara heim til fjölskyldunnar á morgun. Það eru allir dauðþreyttir, en tilfinningin er æðisleg. Ég vona að fólkið geti fagnað vel,“ sagði hann.

Keushawn Woods fagnar með Sigtryggi Arnari Björnssyni í leikslok.
Keushawn Woods fagnar með Sigtryggi Arnari Björnssyni í leikslok. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is