Bauð nýkrýndum Íslandsmeisturum í mat

Bauð nýkrýndum Íslandsmeisturum í mat

Þráinn Freyr Vigfússon, meistarakokkur á veitingastaðnum Sumac í Reykjavík, bauð nýkrýndum Íslandsmeisturum Tindastóls í körfuknattleik karla í mat til sín í gær.

Bauð nýkrýndum Íslandsmeisturum í mat

Úrslitaeinvígi Vals og Tindastóls | 19. maí 2023

Leikmenn Tindastóls fögnuðu vel og innilega á Sumac í gær.
Leikmenn Tindastóls fögnuðu vel og innilega á Sumac í gær. Ljósmynd/Sumac

Þráinn Freyr Vigfússon, meistarakokkur á veitingastaðnum Sumac í Reykjavík, bauð nýkrýndum Íslandsmeisturum Tindastóls í körfuknattleik karla í mat til sín í gær.

Þráinn Freyr Vigfússon, meistarakokkur á veitingastaðnum Sumac í Reykjavík, bauð nýkrýndum Íslandsmeisturum Tindastóls í körfuknattleik karla í mat til sín í gær.

Tindastóll hafði betur gegn Val í oddaleik liðanna í úrslitum Íslandsmótsins á Hlíðarenda í gær, 81:80, og var þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins.

Þráinn Freyr er uppalinn í Skagafirðinum og mikill stuðningsmaður Tindastóls en allt ætlaði um koll að keyra á Hlíðarenda í gær þegar liðið tryggði sér titilinn.

mbl.is