Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var eðlilega vonsvikinn eftir tap gegn Tindastóli í oddaleik úrslitaeinvígisins um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í gærkvöldi. Tindastóll vann leikinn með einu stigi, 82:81, þar sem Antonio Keyshawn Woods tryggði gestunum sigurinn með þremur vítaskotum þegar fjórar sekúndur voru eftir.
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var eðlilega vonsvikinn eftir tap gegn Tindastóli í oddaleik úrslitaeinvígisins um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í gærkvöldi. Tindastóll vann leikinn með einu stigi, 82:81, þar sem Antonio Keyshawn Woods tryggði gestunum sigurinn með þremur vítaskotum þegar fjórar sekúndur voru eftir.
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var eðlilega vonsvikinn eftir tap gegn Tindastóli í oddaleik úrslitaeinvígisins um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í gærkvöldi. Tindastóll vann leikinn með einu stigi, 82:81, þar sem Antonio Keyshawn Woods tryggði gestunum sigurinn með þremur vítaskotum þegar fjórar sekúndur voru eftir.
„Svona er körfuboltinn, maður vinnur og tapar. Woods gerði vel með að klára vítin og því fór sem fór.“
Kristófer Acox sagði í viðtali við blaðamann að honum fyndist Valsarar hafa verið með unninn leik í höndunum en kastað honum frá sér. Finnur tók undir orð Kristófers.
„Já ég er sammála því. Við vorum komnir í góða stöðu en fáum á okkur tæknivillu og fleiri klaufalegar villur. Við hjálpuðum þeim að komast á línuna og þeir gerðu vel í að klára það.
Þetta er hundfúlt en svona er íþróttin. Þú vinnur stundum svona leiki og tapar stundum. Til hamingju Tindastóll með frábæran sigur og allt það en þetta er sportið sem maður valdi sér og þá verður maður að bíta í súra bita stundum.“
Einhver orðrómur hefur verið að Finnur muni yfirgefa Val í sumar og róa á önnur mið en hann þvertók fyrir allar þær sögusagnir.
„Já, já ég verð áfram. Ég er samningsbundinn og það er ekkert annað í stöðunni eins og staðan er í dag.“