G7-ríkin fagna tjónaskrá Evrópuráðsins

G7-ríkin fagna tjónaskrá Evrópuráðsins

G7-ríkin segjast fagna stofnun tjónaskráar Evrópuráðsins. Tjónaskráin var stofnsett í Hörpu á miðvikudaginn. 

G7-ríkin fagna tjónaskrá Evrópuráðsins

Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Hörpu | 19. maí 2023

Leiðtogar G7-ríkjana tóku sér tíma fyrir myndatöku í dag.
Leiðtogar G7-ríkjana tóku sér tíma fyrir myndatöku í dag. AFP/Stefan Rousseau

G7-ríkin segjast fagna stofnun tjónaskráar Evrópuráðsins. Tjónaskráin var stofnsett í Hörpu á miðvikudaginn. 

G7-ríkin segjast fagna stofnun tjónaskráar Evrópuráðsins. Tjónaskráin var stofnsett í Hörpu á miðvikudaginn. 

Þjóðarleiðtogar G7-ríkjanna, sjö helstu iðnríkja heimsins, funda nú í Hiroshima í Japan. Í dag gáfu þeir út sameiginlega yfirlýsingu varðandi Úkraínustríðið. 

Þar segir meðal annars að ríkin ætli sér að halda áfram að vinna að því að Rússar borgi fyrir langtímauppbyggingu í Úkraínu sökum innrásar Rússa.

„Í þessu samhengi fögnum við stofnun Evrópuráðsins á tjónaskrá eyðileggingar í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, til að koma til móts við beiðni allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna,“ segir í yfirlýsingunni.

G7-ríkin til­kynntum um nýj­ar refsiaðgerðir gegn Rúss­um í dag. Meðal ann­ars er þeim beint gegn dem­antaviðskipt­um Rússa sem tengj­ast inn­rás þeirra í Úkraínu.

mbl.is