Icelandair gæti rekið flugvél fyrir Gæsluna

Dagmál | 19. maí 2023

Icelandair gæti rekið flugvél fyrir Gæsluna

„Það eru í nágrannalöndum okkar notaðar aðrar tegundir af flugvélum sem sinna nákvæmlega sama hlutverki,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í viðtali við Dagmál.

Icelandair gæti rekið flugvél fyrir Gæsluna

Dagmál | 19. maí 2023

„Það eru í nágrannalöndum okkar notaðar aðrar tegundir af flugvélum sem sinna nákvæmlega sama hlutverki,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í viðtali við Dagmál.

„Það eru í nágrannalöndum okkar notaðar aðrar tegundir af flugvélum sem sinna nákvæmlega sama hlutverki,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í viðtali við Dagmál.

Jón er gestur í þáttaröð Dagmála um öryggis- og varnarmál og var viðtal við hann sýnt á mbl.is í þessari viku.

TF-SIF á Reykjavíkurflugvelli. Icelandair rekur fimm vélar af sömu tegund.
TF-SIF á Reykjavíkurflugvelli. Icelandair rekur fimm vélar af sömu tegund. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Í þættinum er meðal annars rætt um björgunar- og viðbragðsgetu Landhelgisgæslunnar og annarra aðila hér á landi. Þar er meðal annars vikið að flugvél Gæslunnar, TF-SIF, en mikil umræða átti sér stað í vetur þegar upp komu hugmyndir um að selja vélina úr landi.

Jón segir í viðtali við Dagmál að Landhelgisgæslan hafi glímt við rekstrarvanda á undanförnum árum og að þeim vanda hafi ekki verið mætt með fullnægjandi hætti. Þá sé nauðsynlegt að fjárfesta hundruðum milljóna í uppfærslu á tækjabúnaði vélarinnar í náinni framtíð.

Þá vísar Jón til þess að í Noregi sé flugfélag sem sjái um sambærilega þjónustu fyrir norsku strandgæsluna. Sú vél sé búin fullkomnasta tæknibúnaði sem er í boði í dag, í raun miklu betri en í TF-SIF að sögn Jóns. Þá sé sambærilegt fyrirkomulag við lýði í Bretlandi og á Írlandi. Jón nefnir einnig að Icelandair reki nú þegar fimm vélar af sömu tegund (Bombardier) og sé með bæði flugmenn og flugvirkja sem hafi vottanir á umrædda flugvélategund. Hins vegar hafi ekkert samtal átt sér stað við Icelandair um það hvort að félagið geti tekið að sér rekstur TF-SIF.

„Það hefur ekkert skref verið stigið af hálfu Gæslunnar til að koma fram með hugmyndir og sjónarmið í þessu,“ segir Jón.

Hann bætir þó við að það verði enginn afsláttur gefinn af björgunar- og viðbragðsgetu Gæslunnar á hans vakt. Hægt er að horfa á bút úr viðtalinu hér fyrir ofan og áskrifendur geta nálgast viðtalið í heild sinni á mbl.is.

Í þættinum er einnig vikið að viðbragsgetu og búnaði lögreglunnar, rannsóknum á skipulagðri glæpastarfsemi, samskipti við erlendar löggæslustofnanir og margt fleira sem snýr að öryggis og varnarmálum þjóðarinnar.

mbl.is