Ræddi við Katrínu um enda­lok hval­veiða

Ræddi við Katrínu um enda­lok hval­veiða

Forsætisráðherra Írlands segist hafa átt gott samtal við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um stöðu hvalveiða á Íslandi er hann var staddur hérlendis vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins.

Ræddi við Katrínu um enda­lok hval­veiða

Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Hörpu | 19. maí 2023

Marija Pejcinovic Buric, fram­kvæmda­stjóri Evr­ópuráðsins (til vinstri), Leo Varadkar, forsætisráðherra …
Marija Pejcinovic Buric, fram­kvæmda­stjóri Evr­ópuráðsins (til vinstri), Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á leiðtogafundi Evrópuráðsins. AFP/Halldór Kolbeins

Forsætisráðherra Írlands segist hafa átt gott samtal við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um stöðu hvalveiða á Íslandi er hann var staddur hérlendis vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins.

Forsætisráðherra Írlands segist hafa átt gott samtal við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um stöðu hvalveiða á Íslandi er hann var staddur hérlendis vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins.

Á vef hins írska Independent segist forsætisráðherrann Leo Varadkar vilja að hvalveiðum verði hætt. Hann og Katrín hafi átt góðar samræður um málið en bornar hafi verið upp niðurstöður rannsóknar MAST um langdregna aflífun hvala við Íslandsstrendur.

„Örlítið eins og Írar þá líkar Íslendingum ekki við það að vera skipað fyrir verkum af erlendum stjórnvöldum. Svo ég skammaðist ekki. En ég vissulega bar upp vandamálið og hún vildi glöð ræða það,“ er haft eftir Varadkar.

Þá hafi hann sagt írsk höf vera eins konar griðastaði fyrir hvali og í kjölfarið hafi dýrunum fjölgað þar, sem sé mikilvægt fyrir líffjölbreytni og ferðamannaiðnaðinn.

„Ég vil að hvalveiðum verði hætt á heimsvísu. En við skiljum augljóslega að mismunandi ríki taka sínar eigin ákvarðanir.“

mbl.is