Fallegustu kastalar í heimi

Heimsreisa | 20. maí 2023

Fallegustu kastalar í heimi

Hvort sem þú tengir kastala við ævintýri, mannkynssöguna eða arkitektúr, búa þeir yfir miklum töfrum. Kastalar eru rómantískar og dularfullar byggingar sem eru oftar en ekki umkringdir gífurlega fallegu landslagi.

Fallegustu kastalar í heimi

Heimsreisa | 20. maí 2023

Marga fallega kastala er að finna víða um heim.
Marga fallega kastala er að finna víða um heim. Samsett mynd

Hvort sem þú tengir kastala við ævintýri, mannkynssöguna eða arkitektúr, búa þeir yfir miklum töfrum. Kastalar eru rómantískar og dularfullar byggingar sem eru oftar en ekki umkringdir gífurlega fallegu landslagi.

Hvort sem þú tengir kastala við ævintýri, mannkynssöguna eða arkitektúr, búa þeir yfir miklum töfrum. Kastalar eru rómantískar og dularfullar byggingar sem eru oftar en ekki umkringdir gífurlega fallegu landslagi.

CNN Travel tók saman lista yfir fallegustu kastala í heimi og hér má sjá nokkra af þeim sem komust á listann.

Himeji-kastali, Japan

Kastalinn er staðsettur vestur af Osaka og Kobe, í um 30 mínútna fjarlægð með lest, og rís yfir japanska innhafinu. Kastalinn er talinn vera fullkomið dæmi um kastala frá tímum japanska lénsskipulagsins en lokið var við byggingu Himeji-kastalans snemma á 17. öldinni. 

Kastalinn er á heimsminjaskrá og talinn sem japönsk þjóðargersemi. Hann er oft kallaður kastali hvíta hegrans vegna líkinda sinna við fugl að takast á loft.

Himeji-kastali í Japan.
Himeji-kastali í Japan. Unsplash/Dino Johannes

Neuschwanstein-kastali, Þýskalandi

Þrátt fyrir að vera talinn hið fullkomna dæmi um þýskan kastala er Neuschwanstein-kastalinn frekar nýlegur. Hann var byggður á seinni hluta 19. aldarinnar að skipan Ludwigs II. konungs. Kastalinn var notaður sem fyrirmynd Þyrnirósarkastalans í Disneylandi.

Konungurinn fól arkitektum sínum að hanna kastala sem myndi endurspegla bæði óperur Richards Wagner og rómantískar hugsjónir miðaldanna. Undir lok síðari heimsstyrjaldarinnar geymdu nasistar mikið af gulli í kastalanum svo bandamenn kæmust ekki yfir það. Áætlað var að sprengja kastalann eftir að gullið hafði verið fært þaðan, en yfirmaður verksins framfylgdi því ekki. Því stendur kastalinn enn í dag.

Neuschwanstein-kastali í Þýskalandi.
Neuschwanstein-kastali í Þýskalandi. Unsplash/Eric Marty

Edinborgarkastali, Skotlandi

Edinborgarkastali er talinn vera umsetnasti staðurinn í Bretlandi þar sem hann hefur orðið fyrir að minnsta kosti 26 stórum árásum á þeim 1.100 árum sem hann hefur staðið. Margir frægir Bretar tengjast kastalanum, þar á meðal Mary Skotlandsdrottning, Oliver Cromwell herforingi og landkönnuðurinn Walter Raleigh.

Í dag eru haldnir tónleikar, sögusýningar og vopnasýningar í kastalanum. Einnig eru elstu krúnudjásn Bretlands varðveitt í kastalanum. 

Edinborgarkastali í Skotlandi.
Edinborgarkastali í Skotlandi. Unsplash/Mohammed Alhina

Aït-Ben-Haddou-virkið, Marókkó

Þessi risastóra leirsteinsbygging er samansett af víggirtum neðribæ meðfram Asif Ounila-ánni, þar sem enn er búið, og borgarvirki uppi á hæðinni sem er að hluta til eyðilagt. Var það meðal annars notað sem gististaður á 17. öldinni fyrir ferðalanga sem voru á leið frá Marrakech til Súdan.

Glöggir sjónvarpsáhorfendur gætu þekkt virkið í sjón, en það var notað sem tökustaður í þáttaröðinni vinsælu Game of Thrones og kvikmyndinni Gladiator.

Aït-Ben-Haddou-kastali í Marókkó.
Aït-Ben-Haddou-kastali í Marókkó. Pexels/Mustafa Ünal

Pena-höllin, Portúgal

Pena-höllin er afsprengi rómantísku stefnunnar frá 19. öldinni og er staðsett nálægt Sintra í Portúgal. Höllin var byggð að skipan Ferdinands II. konungs þar sem áður hafði staðið klaustur tileinkað meyjunni af Pena.

Höllin er blanda af ýmsum sögulegum stílum, þar á meðal gotneskum, márískum og endurreisnarstíl, og einkennist af skærum gulum og rauðum lit sínum.

Pena-höllin í Portúgal.
Pena-höllin í Portúgal. Unsplash/Merve Selcuk Simsek

 Aðrir kastalar á listanum

  • Pragkastali, Tékklandi.
  • Castello Aragonese, Ítalíu.
  • Predjama-kastali, Slóveníu.
  • Castillo de Chaputepec, Mexíkó.
  • Novgorod-virkið, Rússlandi.
  • Vianden-höllin, Lúxemborg.
  • Topkapi Sarayi, Tyrklandi.
  • Castillo San Felipe del Morro, Púertó Ríkó.
  • Kalmar-kastali, Svíþjóð.
  • Amber-virkið, Indlandi.
mbl.is