Andstaða innan ESB um takmarkanir á útblæstri

Evrópusambandið | 22. maí 2023

Andstaða innan ESB um takmarkanir á útblæstri

Átta bandalagsríki ESB, þar á meðal Ítalía, Frakkland og Pólland, hafa hvatt framkvæmdastjórnina í Brussel að hætta við áform sín um takmarkanir á útblæstri ökutækja. Ríkin óttast að reglugerðin sem taka á gildi í júlí 2025 muni reynast skaðleg bílaframleiðslu landanna.

Andstaða innan ESB um takmarkanir á útblæstri

Evrópusambandið | 22. maí 2023

Höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB.

Átta bandalagsríki ESB, þar á meðal Ítalía, Frakkland og Pólland, hafa hvatt framkvæmdastjórnina í Brussel að hætta við áform sín um takmarkanir á útblæstri ökutækja. Ríkin óttast að reglugerðin sem taka á gildi í júlí 2025 muni reynast skaðleg bílaframleiðslu landanna.

Átta bandalagsríki ESB, þar á meðal Ítalía, Frakkland og Pólland, hafa hvatt framkvæmdastjórnina í Brussel að hætta við áform sín um takmarkanir á útblæstri ökutækja. Ríkin óttast að reglugerðin sem taka á gildi í júlí 2025 muni reynast skaðleg bílaframleiðslu landanna.

Bæði Frakkar og Ítalir búa að umfangsmiklum bílaiðnaði, þótt hann sé smærri í sniðum en sá þýski. Ætlun ESB er að draga úr notkun ökutækja sem knúin eru áfram af jarðefnaeldsneyti og skipta alfarið í rafmagnsbíla og eiga þau skipti að vera um garð gengin árið 2035. Það er liður í enn metnaðarfyllri áætlun ESB um að verða kolefnishlutlaust árið 2050.

Óttast mörg ríki bílaframleiðanda að reglugerðin reynist íþyngjandi fyrir bílaiðnaðinn sem aftur gæti hægt á orkuskiptunum. Þýskaland var ekki eitt þeirra ríkja sem skrifaði undir mótmælin en þar eru Græningjar í samsteypustjórn.

mbl.is