Alþjóðleg ráðstefna um rafmagnseld í skipum

Öryggi sjófarenda | 23. maí 2023

Alþjóðleg ráðstefna um rafmagnseld í skipum

Samgöngustofa stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu á Grand hótel í Reykjavík í dag um hættuna sem stafar af rafmagnseldum um borð í skipum. Ráðstenfan er sú fyrsta af þessu tagi og er tilgangurinn samtal og samvinna um leiðir og lausnir til að tryggja öryggi um borð í skipum og bátum.

Alþjóðleg ráðstefna um rafmagnseld í skipum

Öryggi sjófarenda | 23. maí 2023

Eldur um borð í skipum er með því hættulegasta sem …
Eldur um borð í skipum er með því hættulegasta sem getur átt sér stað á sjó. Alþjóðleg ráðstefna helguð þessari hættu fer fram á Grand hótel. Ljsómynd/Samgöngustofa

Samgöngustofa stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu á Grand hótel í Reykjavík í dag um hættuna sem stafar af rafmagnseldum um borð í skipum. Ráðstenfan er sú fyrsta af þessu tagi og er tilgangurinn samtal og samvinna um leiðir og lausnir til að tryggja öryggi um borð í skipum og bátum.

Samgöngustofa stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu á Grand hótel í Reykjavík í dag um hættuna sem stafar af rafmagnseldum um borð í skipum. Ráðstenfan er sú fyrsta af þessu tagi og er tilgangurinn samtal og samvinna um leiðir og lausnir til að tryggja öryggi um borð í skipum og bátum.

Þetta má lesa í tilkynningu á vef Samgöngustofu.

„Á undanförnum árum hafa átt sér stað atvik á sjó þar sem eldur hefur kviknað í rafgeymum rafknúinna skipa og bifreiða sem geymd eru um borð í ferjum eða flutningaskipum. Slíkur eldur lýtur öðrum lögmálum en almennt þekkist. Þetta kallar á nýjar áskoranir og viðbrögð sem eru gjörólíkar því sem fylgir hefðbundnum bruna. Þess eru dæmi að slökkvistarf hafi tekið marga daga sökum þess hve erfitt reynist að ráða niðurlögum slíkra elda,“ segir í tilkynningunni.

Fylgjast má með ráðstefnunni beint hér neðar í fréttinni. Öll erindi eru haldin á ensku.

Undirbúningur ráðstefnunnar hefur verið í samvinnu við Siglingaöryggisstofnun Evrópu (EMSA), Eimskip, DNV, Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins, Slökkvilið Vestmannaeyja, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Landhelgisgæslu Íslands, Smyril Line og fjölda annarra aðila á Íslandi.

mbl.is