Ogan lýsir yfir stuðningi við Erdogan

Tyrkland | 23. maí 2023

Ogan lýsir yfir stuðningi við Erdogan

Sinan Ogan, frambjóðandinn sem lenti í þriðja sæti í forsetakosningum Tyrklands, hefur veitt sitjandi forseta Tyrklands, Recep Tayyup Er­dog­an, stuðning sinn. Stuðningur hans mun líklega tryggja Erdogan endurkjör, en forsetinn hlaut 49,5 prósent atkvæða í fyrri talningu. Stuðningur Ogan er talinn geta ráðið úrslitum kosninganna.  

Ogan lýsir yfir stuðningi við Erdogan

Tyrkland | 23. maí 2023

Sinan Ogan, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hefur lýst yfir stuðningi sínum við …
Sinan Ogan, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hefur lýst yfir stuðningi sínum við sitjandi forseta Tyrklands, Recep Tayyup Er­dog­an. AFP

Sinan Ogan, frambjóðandinn sem lenti í þriðja sæti í forsetakosningum Tyrklands, hefur veitt sitjandi forseta Tyrklands, Recep Tayyup Er­dog­an, stuðning sinn. Stuðningur hans mun líklega tryggja Erdogan endurkjör, en forsetinn hlaut 49,5 prósent atkvæða í fyrri talningu. Stuðningur Ogan er talinn geta ráðið úrslitum kosninganna.  

Sinan Ogan, frambjóðandinn sem lenti í þriðja sæti í forsetakosningum Tyrklands, hefur veitt sitjandi forseta Tyrklands, Recep Tayyup Er­dog­an, stuðning sinn. Stuðningur hans mun líklega tryggja Erdogan endurkjör, en forsetinn hlaut 49,5 prósent atkvæða í fyrri talningu. Stuðningur Ogan er talinn geta ráðið úrslitum kosninganna.  

Tyrknesk kosningalög kveða á um að frambjóðandi þurfi að hljóta minnst 50 prósent atkvæða til þess að ná kjöri, ella þurfi ný kosning að fara fram milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði. 

Stuðningur Ogan talinn ráða úrslitum

Ogan er öfga hægrimaður, sem sóttist eftir forsetakjöri fyrir hönd Forfeðrabandalagsins, bandalags fjögurra hægriflokka í forsetakosningunum. Ogan hlaut 5,17 prósent atkvæða í kosningunum sem fóru fram 14. maí og því gæti það ráðið úrslitum hvert stuðningsmenn hans færa sig. 

Mótframbjóðandi Erdogan, Kemal Kilicd­aroglu, hlaut samkvæmt lokaniðurstöðum 44,9 prósent atkvæða, en talsverð upplýsingaóreiða ríkti á meðan á atkvæðatalningu stóð. Ríkisfjölmiðill landsins og einkarekinn fjölmiðill greindu frá nýjustu tölum jafnóðum en virtust sjaldan á sama máli, en sá ríkisrekni virtist hliðhollur Erdogan og sá einkarekni Kilicdaroglu.

Ogan sagði stuðning sinn við Erdogan stafa af því að flokkur hans, AK-flokkurinn, hefði meirihluta á þingi, en að hans mati væri það mikilvægt að nýkjörinn forseti væri undir sömu forystu og þingið. Erdogan og flokkur hans hafa verið við völd síðastliðin 20 ár. Ogan vísar því alfarið á bug að hann eigi hagsmuna að gæta með stuðningsyfirlýsingu sinni. 

Ekki eru úrslit þó ráðin, en sérfræðingar segja að þrátt fyrir stuðning Ogan sé ekki víst að allir stuðningsmenn hans færi sig yfir í stuðningshóp Erdogan og ekki er ólíklegt að sumir hverjir sleppi því að kjósa í úrslitakosningunum.

mbl.is