Love Island-stjarnan Mollie Salmon afhjúpaði á dögunum nýtt útlit eftir að hafa flogið til Tyrklands í byrjun maí til að gangast undir svokallaða „fox eye“ lýtaaðgerð.
Love Island-stjarnan Mollie Salmon afhjúpaði á dögunum nýtt útlit eftir að hafa flogið til Tyrklands í byrjun maí til að gangast undir svokallaða „fox eye“ lýtaaðgerð.
Love Island-stjarnan Mollie Salmon afhjúpaði á dögunum nýtt útlit eftir að hafa flogið til Tyrklands í byrjun maí til að gangast undir svokallaða „fox eye“ lýtaaðgerð.
Hún deildi ferlinu með fylgjendum sínum á TikTok, en aðdáendur hennar tóki misvel í nýja útlitið og vildu meina að hún hefði „eyðilagt“ andlitið á sér.
Eins og sjá má í myndskeiðinu voru augu Salmon mjög bólgin fyrsta sólahringinn eftir aðgerðina. Hún viðurkenndi að hún ætti í erfiðleikum með að sjá og sagði bataferlið vera langt ferðalag.
Aðgerðin sem um ræðir hefur verið umdeild, en hún gefur einstaklingum meira möndlulaga augu sem þykir eftirsótt um þessar mundir.
Nokkrum vikum eftir aðgerðina virtust augun Salmon hafa jafnað sig, en hún afhjúpaði nýja útlitið í TikTok myndskeiði með yfirskriftinni: „POV: Að lesa í gegnum allar athugasemdirnar sem segja að ég hafi eyðilagt andlitið á mér með „fox eye“ aðgerð.“