Frá áramótum hafa níu skip og bátar verið svipt veiðileyfi í atvinnuskyni, þar af sex vegna brottkasts. Athygli vekur að það eru jafn margar leyfissviptingar og allt árið 2022, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins.
Frá áramótum hafa níu skip og bátar verið svipt veiðileyfi í atvinnuskyni, þar af sex vegna brottkasts. Athygli vekur að það eru jafn margar leyfissviptingar og allt árið 2022, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins.
Frá áramótum hafa níu skip og bátar verið svipt veiðileyfi í atvinnuskyni, þar af sex vegna brottkasts. Athygli vekur að það eru jafn margar leyfissviptingar og allt árið 2022, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins.
Það sem af er fiskveiðiári hafa 18 skip og bátar verið svipt veiðileyfi í atvinnuskyni í samanlagt 42 vikur. Þar af hafa 15 skip og bátar verið svipt veiðileyfi í 35 vikur vegna brottkasts og er lengsta sviptingin átta vikur.
Þrjár veiðileyfissviptingar hafa verið tilkynntar í maí. Hefur Fiskistofa birt ákvörðun um að svipta Karólínu ÞH-100 um leyfi í tvær vikur eftir að báturinn var staðin að brottkasti á 75 fiskum í nóvember 2021 og maí 2022.
Einnig hefur Hrönn NS-50 verið svipt veiðileyfi í eina viku vegna brottkasts á 44 fiskum þegar báturinn var á grásleppuveiðum dagana 25. og 28. mars á síðasta ári.
Þriðja veiðileyfissviptingin snýr að Valþjófi ÍS-145 sem missir leyfi til strandveiða í sjö daga fyrir að hafa í fjögur skipti verið um 15 klukkutíma á strandveiðum á síðasta ári, en ekki er heimilt að vera lengur en 14 klukkustundur höfn í höfn.