Bonís fjölskyldan er sykursæt íslensk/svissnesk fjölskylda sem býr í Mosfellsbæ. Þau hafa undanfarin ár unnið að því að skapa undraheiminn Bonís þar sem sætindi og listrænt frelsi eru allsráðandi. Fjölskyldan samanstendur af Bonís pabbanum, Sigurði Ó.L. Bragasyni, konu hans Nicole (Bonís mamman) og börnum þeirra Felix og Miriam sem vinna ötullega að Bonís verkefninu.
Bonís fjölskyldan er sykursæt íslensk/svissnesk fjölskylda sem býr í Mosfellsbæ. Þau hafa undanfarin ár unnið að því að skapa undraheiminn Bonís þar sem sætindi og listrænt frelsi eru allsráðandi. Fjölskyldan samanstendur af Bonís pabbanum, Sigurði Ó.L. Bragasyni, konu hans Nicole (Bonís mamman) og börnum þeirra Felix og Miriam sem vinna ötullega að Bonís verkefninu.
Bonís fjölskyldan er sykursæt íslensk/svissnesk fjölskylda sem býr í Mosfellsbæ. Þau hafa undanfarin ár unnið að því að skapa undraheiminn Bonís þar sem sætindi og listrænt frelsi eru allsráðandi. Fjölskyldan samanstendur af Bonís pabbanum, Sigurði Ó.L. Bragasyni, konu hans Nicole (Bonís mamman) og börnum þeirra Felix og Miriam sem vinna ötullega að Bonís verkefninu.
Sigurður er grafískur hönnuður og myndlistarmaður að mennt og hefur lengst að unnið sem hönnuður m.a. fyrir sjónvarp og stórmarkaði, stundað myndlist því samhliða og haldið fjölda sýninga bæði hér á íslandi sem og í Bandaríkjunum. „Hver veit nema næst sýning verði í Sviss. Ég hef alla tíð haft ríka ástríðu fyrir bakstri og myndlist og Bonís verkefnið sameinar þetta tvennt,“ segir Sigurður. Nicole er sérfræðingur í umhverfismálum, listakokkur og áhugaljósmyndari og hefur lagt verkefninu lið með ýmsum hætti, meðal annars með því að ljósmynda viðföng Bonís - heimsins og kokkað upp og sannreynt allar uppskriftirnar í væntanlegri Bonís - bók.
„Hugmyndin að Bonís - eða „orlofs“ - verkefninu eins og við kölluðum það í upphafi, kviknaði þegar ég tók feðraorlof með fyrsta barninu okkar, Felix. Í hvert sinn sem Felix tók hádegislúrinn skissaði ég myndir af honum og fyrsti karakterinn í Bonís heiminum varð til. Eftir að hafa skissað í sex mánuði var næsta skref tekið og búin til skúlptúr af höfðinu á karakternum. Þessi skúlptúr varð svo grunnur fyrir fyrstu fullgerðu Bonís myndirnar. Þremur árum seinna fæðist Miriam og vinna hófst við að búa til karakter byggðan á henni,“ segir Sigurður. Síðan þá hafa Sigurður og fjölskylda skapað tugi mynda, tekið þátt í fjölda listsýningum, hópfjármagnað framleiðslu á 300 Bonís bollum og sett upp vefverslun með hinum ýmsa Bonís varningi sem er hægt að sjá nánar á bonis.is.
Fjölskyldan hefur nú ákveðið að gefa út dísæta uppskriftabók þar sem skyr er lykilhráefnið. „Skyr er hér notað með nýstárlegum hætti og varð fyrir valinu vegna að það er rammíslenskt og býður upp á svo ótalmarga uppskriftamöguleika,“ bætir Sigurður við. Í bókinni eru tuttugu köku- og eftirréttauppskriftir, ásamt tíu þeytings uppskriftum gerðar til að sýna hina ótrúlegu fjölbreytni og sem skyr býður upp á. Bókin er myndskreytt girnilegum Bonís myndum sem gefa henni ævintýralegan blæ og einstaka í sinni röð. Það má með sanni segja að þarna sé á ferð listræna og skapandi uppskriftarbók sem á sér fáa líka.
Fyrir áhugasama þá er hópfjármögnun fyrir verkefni Bonís fjölskyldunnar í gangi núna á Karólínafund.