Seinni umferð forsetakosninga í Tyrklandi

Tyrkland | 28. maí 2023

Seinni umferð forsetakosninga í Tyrklandi

Búið er að opna kjörstaði í Tyrklandi þar sem fer fram seinni umferð forsetakosninga í landinu í dag. Í fyrri umferðinni, sem fór fram þann 14. maí síðastliðinn, náðu hvorki Recep Tayyup Er­dog­an sitjandi forseti, né atkvæðamesti móframbjóðandi hans, Kemal Kilicd­aroglu, tilskildu lámarki atkvæða eða 50 prósent. Því þarf að kjósa aftur.

Seinni umferð forsetakosninga í Tyrklandi

Tyrkland | 28. maí 2023

Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Tyrklandi.
Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Tyrklandi. AFP/ Adem Altan

Búið er að opna kjörstaði í Tyrklandi þar sem fer fram seinni umferð forsetakosninga í landinu í dag. Í fyrri umferðinni, sem fór fram þann 14. maí síðastliðinn, náðu hvorki Recep Tayyup Er­dog­an sitjandi forseti, né atkvæðamesti móframbjóðandi hans, Kemal Kilicd­aroglu, tilskildu lámarki atkvæða eða 50 prósent. Því þarf að kjósa aftur.

Búið er að opna kjörstaði í Tyrklandi þar sem fer fram seinni umferð forsetakosninga í landinu í dag. Í fyrri umferðinni, sem fór fram þann 14. maí síðastliðinn, náðu hvorki Recep Tayyup Er­dog­an sitjandi forseti, né atkvæðamesti móframbjóðandi hans, Kemal Kilicd­aroglu, tilskildu lámarki atkvæða eða 50 prósent. Því þarf að kjósa aftur.

Litlu munaði þó í fyrri umferðinni að Erdogan næði þessu lágmarki, en hann hlaut 49,5 prósent atkvæða á meðan Kilicdaroglu hlaut 44,9 prósent atkvæða.

Sin­an Ogan, fram­bjóðand­inn sem lenti í þriðja sæti í kosningunum fyrir tveimur vikum, hef­ur veitt Er­dog­an, stuðning sinn, en líklegt þykir að stuðning­ur hans muni tryggja Er­dog­an end­ur­kjör.

Hér má sjá kjörseðilinn.
Hér má sjá kjörseðilinn. AFP/Ozan Kose

Erdogan hefur gegnt embætti forseta Tyrklands frá árinu 2014 en þar áður var hann forsætisráðherra landsins. Nái hann kjöri í dag tryggir það honum forsetastólinn til ársins 2028.

mbl.is