Umferðarþungi bíði íbúa í Skerjafirði

Umferðarþungi bíði íbúa í Skerjafirði

Líklegt er að allt að 20 þúsund bílar muni fara um Einarsnes í Skerjafirði á sólarhring eftir að ný íbúðabyggð verður risin þar. Þetta er mat Þórarins Hjaltasonar, samgönguverkfræðings. Að hans mati er það mjög mikil umferð fyrir tveggja akreina götu. 

Umferðarþungi bíði íbúa í Skerjafirði

Uppbyggingaráform í Skerjafirði | 28. maí 2023

Þétting byggðar mun valda umferðartöfum í Reykjavík á næstu 10 …
Þétting byggðar mun valda umferðartöfum í Reykjavík á næstu 10 árum. Umferðarmagn um Hringbraut er komið að þolmörkum. mbl.is/Árni Sæberg

Líklegt er að allt að 20 þúsund bílar muni fara um Einarsnes í Skerjafirði á sólarhring eftir að ný íbúðabyggð verður risin þar. Þetta er mat Þórarins Hjaltasonar, samgönguverkfræðings. Að hans mati er það mjög mikil umferð fyrir tveggja akreina götu. 

Líklegt er að allt að 20 þúsund bílar muni fara um Einarsnes í Skerjafirði á sólarhring eftir að ný íbúðabyggð verður risin þar. Þetta er mat Þórarins Hjaltasonar, samgönguverkfræðings. Að hans mati er það mjög mikil umferð fyrir tveggja akreina götu. 

Hann segir að til samanburðar megi jafna þessu við umferðarmagnið á Bústaðavegi austan við Háaleitisbraut að Reykjanesbraut.

Umferð um Hringbraut muni einnig vaxa mikið samhliða þéttingu byggðar í öðrum hverfum, um allt að fimmtung vestan Snorrabrautar. „Það er ekki fyrirhuguð nein aukning á flutningsgetu gatnakerfisins. Það gefur því auga leið að umferðarástandið á eftir að versna enn frekar,“ segir Þórarinn í samtali við mbl.is.

Þétting byggðar eykur umferð

Undirbúningur fyrir hina nýju íbúðabyggð í Skerjafirði er að hefjast. Þórarinn segir að stefna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um þéttingu byggðar auki umferð á þeim svæðum sem verið er að byggja á í dag.

„Því miður mun Borgarlínan og endurbætur á strætókerfinu engan veginn duga til að hamla neitt að ráði gegn þessari aukningu.“

Í umferðarspá til ársins 2034 sé gert ráð fyrir að ferðir með bílum fram til þess tíma muni aukast um 40%. Áform um aukna ferðatíðni í almenningssamgöngum og nýjar sérakreinar muni aðeins minnka bílaumferð um 2% á næsta áratug eða svo. Auknar vinsældir hjólreiða, sem séu hið besta mál, hafi heldur ekki mikið að segja þrátt fyrir lagningu nýrra hjólreiðastíga.

„Þetta dugar engan veginn til og skýringin er einfaldlega mikil bílaeign á Íslandi, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Þórarinn.

Hann segir að reynsla erlendis frá renni stoðum undir að almenningssamgöngur eigi erfitt með að keppa við einkabílinn þar sem bílaeign er mikil. Í erlendum borgum, til dæmis í miðborg London og í Stokkhólmi, hafi verið tekin upp svokölluð tafagjöld til að takmarka umferð en Þórarinn segir að það sé vægast sagt mjög óvinsælt.

„Ég leyfi mér að vara við því til að draga verulega úr væntanlegri aukningu á bílaumferð.“

Þórarinn segir auknar vinsældir hjólreiða, sem séu hið besta mál, …
Þórarinn segir auknar vinsældir hjólreiða, sem séu hið besta mál, hafi ekki mikið að segja þrátt fyrir lagningu nýrra hjólreiðastíga. mbl.is/Hari

Sveitarfélög á villigötum

Kjörnir fulltrúar eru á villugötum miðað við áform sem lagt var upp með í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins um þéttingu byggðar að mati Þórarins. Þar hafi Reykjavík verið fremst í flokki.

Þéttingin skapar fleiri vandamál varðandi samgöngur en hún leysir. Það er óskhyggja að bílaumferð muni standa í stað eða minnka,“ segir Þórarinn. Hann telur þó að umbóta sé þörf í almenningssamgöngukerfinu, einkum með því að auka ferðatíðni utan álagstíma.

mbl.is