18 jarðgöng koma til greina

18 jarðgöng koma til greina

Átján ný jarðgöng koma til greina en einungis 10 þeirra verða fyrir valinu í nýrri samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra sem kynnt verður á næstunni, en stefnt er að því að byggja öll göngin á næstu þrjátíu árum. Auk þess verða fern göng í viðbót tekin til skoðunar í áætluninni.  

18 jarðgöng koma til greina

Samgönguáætlun 2020 til 2034 | 30. maí 2023

Reisa á 10 göng víða um land á næstu þrjátíu …
Reisa á 10 göng víða um land á næstu þrjátíu árum samkvæmt nýrri samgönguáætlun. mbl.is/Árni Sæberg

Átján ný jarðgöng koma til greina en einungis 10 þeirra verða fyrir valinu í nýrri samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra sem kynnt verður á næstunni, en stefnt er að því að byggja öll göngin á næstu þrjátíu árum. Auk þess verða fern göng í viðbót tekin til skoðunar í áætluninni.  

Átján ný jarðgöng koma til greina en einungis 10 þeirra verða fyrir valinu í nýrri samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra sem kynnt verður á næstunni, en stefnt er að því að byggja öll göngin á næstu þrjátíu árum. Auk þess verða fern göng í viðbót tekin til skoðunar í áætluninni.  

Sigurður Ingi segir göng nýrrar samgönguáætlunar vera nánast öll þau jarðgöng sem hafi verið til umfjöllunar síðustu ár. Þá hefur hann einnig staðfest að á listanum séu jarðgöng um Mikladal og Hálfdán á sunnanverðum Vestfjörðum. Ekki fást frekari upplýsingar að svo stöddu um hvaða 10 göng rati í áætlunina, en aðspurð segist Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarkona ráðherra, ekki vilja gefa út listann í heild sinni fyrr en samgönguáætlun hafi verið birt. 

Vísar til skýrslu RHA og Vegagerðarinnar

Í skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri sem unnin var fyrir Vegagerðina í júní 2022 er að finna yfirlit yfir 18 jarðgangakosti sem hafa verið til skoðunar og umræðu á undanförnum árum. Sigurður Ingi hefur staðfest að í skýrslunni sé að finna öll þau göng sem eigi að byggja og skoða nánar í nýrri samgönguáætlun.

Samkvæmt listanum eru jarðgangakostirnir eftirfarandi:

  • Reynisfjall
  • Hvalfjarðargöng (önnur göng til viðbótar)
  • Klettsháls
  • Miklidalur
  • Hálfdán
  • Dynjandisheiði
  • Breiðadalsleggur Breiðadals- og Botnsheiði
  • Ísafjörður-Súðavík
  • Öxnadalsheiði
  • Göng á Tröllaskaga (valkostir við Hringveg/Öxnadalsheiði)
  • Siglufjarðarskarð
  • Ólafsfjarðarmúli
  • Vopnafjörður-Hérað
  • Fjarðarheiði
  • Seyðisfjarðargöng
  • Mjóafjarðargöng
  • Berufjarðarskarð/Breiðdalsheiði
  • Lónsheiði eða Hvalnesskriður

Skýrist á næstu dögum

Við mat á jarðgangakostum var horft til arðsemi, umferðaröryggis, tengingar atvinnu-og búsvæða og áhrif á byggðaþróun með hliðsjón af byggðaáætlun. Af þeim 18 kostum sem Vegagerðin skoðaði voru 10 þeirra nýir en 8 voru áfram á lista frá eldri jarðgangaáætlun. 

Senn kemur í ljós hvaða jarðgangakostir verða fyrir valinu, en að sögn Ingveldar verður samgönguáætlun lögð fram á næstu dögum. 

mbl.is