„Ég hef miklar áhyggjur af þessu máli“

Reykjavíkurflugvöllur | 30. maí 2023

„Ég hef miklar áhyggjur af þessu máli“

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra hvetur borgaryfirvöld að láta af áætlunum um fyrirhugaða uppbyggingu byggðar í Nýja Skerjafirði.

„Ég hef miklar áhyggjur af þessu máli“

Reykjavíkurflugvöllur | 30. maí 2023

Prýðisfélagið Skjöldur afhendir ráðherra ályktun.
Prýðisfélagið Skjöldur afhendir ráðherra ályktun. Ljósmynd/Aðsend

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra hvetur borgaryfirvöld að láta af áætlunum um fyrirhugaða uppbyggingu byggðar í Nýja Skerjafirði.

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra hvetur borgaryfirvöld að láta af áætlunum um fyrirhugaða uppbyggingu byggðar í Nýja Skerjafirði.

Hann segir uppbygginguna hafa neikvæð áhrif á umhverfið. Ósnortin strandlengja við fjörðinn búi yfir líffræðilegri fjölbreytni og að framkvæmdir á svæðinu séu óafturkræfar.

„Ég hef miklar áhyggjur af þessu máli. Bæði Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun hafa komið með mjög neikvæðar umsagnir. Ósnortin strandlengja er eitthvað sem við eigum ekki mikið af í þéttbýli,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Samanburðarlönd leggja áherslu á græn svæði

Hann segir flestar, ef ekki allar, þjóðir sem við berum okkur saman við leggja áherslu á græn svæði og líffræðilega fjölbreytni. 

„Þarna erum við að fara þvert á þau markmið.“

Hann hvetur borgaryfirvöld að hætta við áætlanir um uppbyggingu en aðspurður kveðst hann ekki vera með frekari tæki í höndunum til þess að beita sér í þessu máli. Skipulagsvaldið sé í höndum sveitarfélaga.

Umtalsverð landfylling í fjöru

Prýðisfélagið Skjöldur afhenti ráðherra í dag ályktun um nýjan Skerjafjörð. Þar segir meðal annars að Borgaryfirvöld hafi neitað Skerfirðingum um sómasamlega kynningu á áformum um fyrirhugaða byggð. Gert sé ráð fyrir 1.400 íbúðum með u.þ.b. 3.600 íbúum.

„Skipulag hins nýja Skerjafjarðar gerir ráð fyrir umtalsverðri landfyllingu í fjöru sem hefur hátt verndargildi vegna mikils fjölbreytileika lífríkis og er ein af fáum náttúrulegum fjörum sem eftir eru í Reykjavík. Strandlengja hins landfræðilega Seltjarnarness að norðanverðu, frá Gróttu og inn að Elliðaám er nánast alfarið manngerð. Fjaran að sunnanverðu frá golfvelli á Nesinu og inn í Fossvog, er hins vegar nánast ósnortin.“

mbl.is