Engin svör borist frá almannavörnum

Engin svör borist frá almannavörnum

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur ekki enn fengið svör frá almannavörnum eftir að hafa óskað eftir rökstuðningi þeirra um forgangsröðun jarðganga á Austurlandi.

Engin svör borist frá almannavörnum

Samgönguáætlun 2020 til 2034 | 30. maí 2023

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur ekki enn fengið svör frá almannavörnum eftir að hafa óskað eftir rökstuðningi þeirra um forgangsröðun jarðganga á Austurlandi.

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur ekki enn fengið svör frá almannavörnum eftir að hafa óskað eftir rökstuðningi þeirra um forgangsröðun jarðganga á Austurlandi.

Þetta staðfesti Sigurður Ingi í samtali við mbl.is að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. 

Lagt til að byrja á tveimur göngum

Ósk Sigurðar eftir rökstuðningi má rekja til þess sem fram kom í minnisblaði almannavarna sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra kynnti í síðustu viku.

Í minnisblaðinu er lagt til að byrja á því að grafa tvenn göng, annars vegar frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar og hins vegar frá Mjóafirði til Neskaupstaðar, áður en gerð verði göng frá Mjóafirði upp á Hérað. 

Forgangsröðunin sem fram kemur í minnisblaðinu stangast á við niðurstöðu starfshóps frá árinu 2019, en að hans mati ætti að byrja á byggingu Fjarðarheiðarganga og grafa göng á milli Seyðisfjarðar og Neskaupstaðar í framhaldinu. Á samgönguáætlun eru Fjarðarheiðargöng einnig næst á dagskrá. 

Að sögn Sigurðar Inga, sem enn bíður svara, mun minnisblað almannavarna þó ekki koma til með að hafa áhrif á gerð nýrrar samgönguáætlunar sem borin verður upp fyrir Alþingi í vor. 

mbl.is